Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 30
26 FÉLAGSBRÉF jþótt undarlegt megi virðast stóð ekki á kvörtunum. Félagið, sem ævinlega tamdi sér gætni, svaraði þeim ekki beint. Það kaus heldur að krota á veggjar- brot, þar sem eitt sinn var grímuverksmiðja, stuttaralega yfirlýsingu sem nú hefur verið tekin upp í ritningarnar. í þessari kennisetningu er ítrekað að happ- drættið standi fyrir hlut hendingarinnar í heimsskipaninni; mistök ónýti ekki heldur beinlínis auki mátt hennar. Þess var enn getið að fyrrgreind steinljón og svo hið helga náðhús, sem Félagið afneitaði að vísu ekki (og gaf enda ekki upp réttinn að leita ráðá á þessum stöðum), stæðu ekki opinberlega í skjóli Félagsins. Þótt þessi tilkynning dreifði huga almennings hafði hún aðrar afleiðingar, og kannski umfram það sem höfundur hennar hafði séð fyrir. Hún olli djúp- tækum breytingum á anda og iðju Félagsins. Ég hef ekki langan frest; mér er sagt að skip okkar búist á brott. En ég skal reyna að skýra málið. Þótt ótrúlegt megi virðast hafði enginn reynt að gera sér grein fyrir neinni almennri líkindakenningu enn sem komið var. Babýlóníumenn eru ekki ýkja- hneigðir fyrir grufl. Þeir virða hendinguna og niðurstöður hennar, fela líf sitt, vonir sínar, felmtur sinn á valdi henni; en þeim kemur ekki í hug að kanna margslungin lögmál hennar eða þau síhverfulu himinsvið þar sem eðli hennar hirtist. Hin opinbera tilkynning sem ég hef getið leiddi engu að síður til marg- breyttrar umræðu um stærðfræðileg efni þar sem meðal annars kom fram svofellt sjónarmið: standi happdrættið fyrir auknum hlut hendingarinnar, stundarinnrás hins óskapta í sköpunarverkið, er þá ekki réttmætt að hendingar gæti á öllum ferli happdrættisins, ekki aðeins í upphafi þess? Er ekki fjar- stætt að hending ráði úrslitum um dauða manns en engu um nánari atvik, — eignaupptöku, auglýsingu, stundartöf eða aldar? Vegna þessara velgrunduðu efasemda kom að lokum til umtalsverðra endurbóta, sem raunar eru svo flóknar (og hafa enn flækzt við aldanotkun) að það er aðeins á færi fárra sérfræðinga að skilja þær. Engu að síður ætla ég að reyna að gera stuttlega grein fyrir þeim þótt það verði aðeins í táknlegu formi. Hugsið yður að maður nokkur hljóti í fyrsta drætti það hlutskipti að devja- Til fyllingar þessari útkomu er dregið öðru sinni, og þá (til dæmis) um níu hugsanlegar afleiðingar hinnar fyrstu niðurstöðu. Þar af geta til dæmis fjorai leitt til þriðja dráttar þar sem upp kemur nafn böðulsins, tvær setja happ 1 óhapps stað (fundinn fjársjóður, til dæmis), ein þyngir refsinguna (gerir dauð- dagann lítillægjandi eða eykur hann píslum), önnur kemur í veg fyrir fram- kvæmd hennar... . Þetta er táknmynd ferilsins. í raun er dregið óendanlega-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.