Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 34

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 34
30 FÉLAGSBRÉF virzt hrein ögrun við skynsemina. Ef við ræðum við venjulegan Ameríku- mann, kemur í ljós, að þetta er einmitt hans álit. En málið er ekki svona ein- falt. í raun hafa landfræðileg og pólitísk viðhorf okkar allt frá söguöld ein- kennzt af togstreitu milli andstæðra, sögulegra afla. Annars vegar miðsókn- arafli í átt til einingar og samfylking- ar, hins vegar miðflóttaafli til klofn- ings og sundrungar. Svíþjóð — svo að ekki sé talað um Finnland — horfði mót austri, Danmörk mót suðri og vestri, Noregur og ísland mót vestri — í stórum dráttum lýst. Þetta gerir gang sögunnar ekki síður sorglegan, en að vísu skýranlegan. Annars á maður ekki að þrátta við söguna. Hún er — og henni verður ekki haggað. En framtíð- in er einnig saga. Það erum viS sem mótum hana, og þess vegna ættum við að ræða hreinskilnislega þær hættur, sem að okkur steðja. En getum við losað okkur við sög- una, þegar við ætlum að skapa nýja? Nei, fortíðin mun lengi fylgja okkur eins og skuggi að degi. Sumir kunna að segja: Eins og ljós að nóttu. Við erum öll hlynnt norrænni sam- vinnu. En í hugskoti okkar leynist margs konar samúð, hleypidómar og andúð. í Noregi — svo að ég ræði um það land, sem ég þekki bezt — þreifst þeg- ar á miðri síðustu öld lifandi skandi- navismi. Að vísu birtist liann gjarna í svellandi skálaræðum og rómantísk- um söngvum að þeirra tíma hætti, en vissulega einnig í hjartaþeli og skáld- skap. Um leið efldist þjóðerniskennd og beindist að nokkru gegn Svíþjóð, sem var stóri bróðir í konungssambandi ríkjanna, en einnig gegn Danmörku. Norsk stjómmál skyldu losuð undan áhrifum Svía og norska tungu og menn- ingu átti að hreinsa af dönskum arfi. Eins og Ibsen sagði: 400-árs natten hviler endnu over abekatten! Jafnvel enn í dag, þegar heita má, að greitt sé úr þessum sálarflækjum, verður meðal ýmissa hluta þjóðarinnar vart nokkurs fálætis og jafnvel tortryggni gagnvart samruna Norðurlanda. — Á sama hátt hefur í Finnlandi gætt tví- bentrar afstöðu til Svíþjóðar. Hin innri menningarbarátta — sem reyndar birtist einnig í mynd stéttabaráttu — beindist lengi gegn Svíþjóð, og þá einkum sænskri tungu, menningu og sænsku drottinvaldi í efnahagsmálum í Finnlandi sjálfu. Segja mætti, að svipaðs innra fálæt- is hafi gætt á íslandi gagnvart Dan- mörku. Ég hef reyndar einnig orðið var við athyglisvert atriði hér á ís- landi í afstöðu manna til Noregs. Norð- menn sýna íslandi stundum eins konar ástleitni, og henni er vel tekið. En stundum hendir, að hin norska ástleitni beri keim af norrænum stórveldis- draumum, þar sem sterk áherzla er lögð á norskan uppruna Islendinga. Með hárnákvæmri eðlisávísun finna ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.