Félagsbréf - 01.12.1962, Side 35

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 35
FÉLAGSBRÉF 31 lendingar þá, að þarna snýr að þeim það, sem Englendingar kalla „the possessive love“ — ást til eignar — og draga sig í hlé, yfirleitt eftir að hafa sagt hinum velviljaða Norðmanni frá keltneskri blöndun íslenzku þjóðar- innar. Það er sem sagt sameiginlegt þrem- ur löndum okkar, Finnlandi, íslandi og Noregi, að hið unga sjálfstæði þeirra hefur gert þau viðkvæm, og um skeið torveldaði þetta, að þau aðhyllt- ust heilshugar og vandkvæðalaust nor- ræna samvinnu. Þetta kann að vera auðskilið og réttlætanlegt, en hefur varla flýtt fyrir aukinni samstöðu og samruna, og mun ég seinna sýna fram á, að sérhver töf í þessari viðleitni get- ur orðið örlagarík fyrir okkur alla. Ef dæma má eftir þróuninni í Nor- egi, sem lengstan tíma hefur haft þess- ara þriggja landa til að melta sögu sína, þá hverfa þessar sálarflækjur fljótlega. Blóð sögunnar þynnist með nýjum kynslóðum. Eftir stendur sögu- leg myndabók, sem segir sannleikann um fortíðina án þess að ákæra sam- tíðina. I Svíþjóð og Danmörku er tæplega jarðvegur fyrir slíkar tilfinningar og viðhorf. Svíþjóð — með sínar 7 milljónir íbúa — er þyngdarsvið afls og auðs á Norðurlöndum. En þótt það kunni að hljóma undarlega, hafa yfir- burðir Svíþjóðar í magni og mergð, gert hana að ýmsu leyti að vandræða- barni Norðurlanda. Hinn almenni borg ari þar í landi skynjar ekki þörfina á norrænni samvinnu og samstöðu. Land og þjóð hvíla örugg í sjálfum sér. Að vísu ástunda menn þar nor- ræna vináttu af alúð og áhuga, en oft með keim af saklausri sjálfshyggju, sem auðvelt er að skýra. Svíar verða því oft fremur veitendur en þiggjend- ur í sinni norrænu afstöðu. Landfræðileg og pólitísk aðstaða Danmerkur hefur gert þjóðina að ein- lægustum áhugamönnum um norræna samvinnu. Tilfinningin fyrir norrænni samstöðu er þar lifandi og sterk og þörf hennar augljós. Á sama hátt og Finnland óttast það að verða gleypt úr austri og réttir því höndina til Norðurlanda, óttast Danir, að þeir falli niður í meginlandið um op á botni Norðurlanda. Þegar Noregur áseildist hluta Aust- ur-Grænlands fyrir 30 árum og háði um það deilu við Danmörku —- þar sem Noregur beið lægri hlut sem bet- ur fer — hitti ég eitt sinn danska skáldið Helge Rode og gleymi því seint, sem hann sagði þá. Hann líkti Danmörku við farþega í sporvagni, sem væri að missa jafnvægið í krappri beygju og rétti höndina eftir leður- hankanum í loftinu. Og hankinn, hann er fyrir Danmörku Norðurpóllinn, sagði Helge Rode. Við verðum að halda fast í hann, annars sökkvum við. — Ég held, að við Norðmenn höfum ekki skilið á þeim tíma þennan ríka þátt í afstöðu Dana til Norðurlanda. Ég

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.