Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 36

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 36
32 FÉLAGSBRÉF held raunar ekki, að menn hafi yfir- Leitt skilið þessa djúpu óttakennd utan Danmerkur. Hér hefur afstöðu þjóða okkar til Norðurlanda sem heildar verið lýst í megindráttum, en í þessari mynd eru önnur og jafnmikilvæg blæbrigði til aðgreiningar. íbúar Finnlands eru 4 milljónir, og af þeim tala 3,7 milljónir finnsku — mál, sem ekki er norrænt, og erfiðara er fyrir okkur að læra heldur en spænsku og ítölsku — og 300 þúsundir hafa sænsku að móður- máli. Álitið er, að aðeins um 100 þús. hin,na finnskumælandi íbúa skilji sænsku. Sænska er að vísu skyldu- námsgrein í æðri skólum Finnlands, en mismunurinn á tungumálunum er svo mikill, að fæstir stúdenta hafa vald á málinu og gleyma fljótt því, sem þeir kunna, ef þeir halda því ekki við í sænskumælandi umhverfi. Það er aug- Ijóst, að þetta torveldar þátttöku Finna í hinu norræna samfélagi. Á íslandi verður málið — þrátt fyrir skyldleika þess við önnur Norðurlanda- mál og guðsifjar — á svipaðan hátt til trafala. En hér er þekkingin á danskri tungu og öðrum Norðurlanda- málum svo almenn, að erfiðleikanna verður fyrst og fremst vart á annan bóginn — sem hættulegrar einangrun- ar íslenzkra bókmennta. Að auki kemur svo til raunhæf hindrun á sambandi þar sem er einangrun landsins og mik- ill ferðakostnaður. Á Norðurlöndum eru sem sagt 15 milljónir manna, Danir, Norðmenn og Svíar, sem skilja — eða ættu að skilja — mál hvers annars, 3,7 milljónir Finna, sem hvorki skilja né skiljast, og 180 þús. íslendingar, sem skilja að hluta, en skiljast ekki. En fleira verður til aðgreiningar löndunum. Danmörk, Noregur og Fin- land eru um það bil jafnstór, og það hefur alltaf þótt kostur bæði í leik og samstarfi, en aftur á móti hefur Sví- þjóð verið of stór og ísland of lítið. Mörg vandamál, bæði sálfræðileg og efnahagsleg, eru sprottin af þessari staðreynd. Þetta hefur raskað jafnvægi og gagnkvæmni í norrænu samstarfi. Þjóðfélagsþróun Norðurlanda hefur einnig verið mismunandi, og stuðlað að því, að áberandi munur hefur orðið á þjóðlegu fari. Danmörk, Svíþjóð og Finnland hafa lifað tíma lénsskipulags. Það skapaði erfðavenjur höfðingja- stéttar, sem borgarastétt nútímans til- einkaði sér síðan — ásamt listasmekk 18. aldar Evrópu — á annan hátt en varð í Noregi og á íslandi. í Sví- þjóð bárust þessi áhrif beint frá aðlin- um til fjölmennrar borgarastéttar, í Danmörku lá leiðin um verzlunar- yfirstéttina í byrjun 19. aldar, — en það leiddi til fagurfræðilegrar borg- aramenningar, sem var háleit og gædd innri virðuleik. Frændþjóðirnar á Norðurlöndum eru því ekki eins sam- stæðar um erfðavenjur og hugsjónir og við á stundum vonum, álítum eða höld- um skálaræður um. Og þegar við eíl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.