Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 37
FÉLAGSBRÉF 33 um hina norrænu samvinnu, ber okkur að hafa hugfast, að samfélag okkar verður ekki einungis að byggjast á því, sem líkt er með okkur, heldur í senn á sameiginlegum megineinkennum okk- ar og góðfúsri viðurkenningu hins, sem greinir okkur að. Við verðum að uppræta skipulega þau ágreiningsefni, sem enn kunna að þrífast í afkimum okkar eigin sálna. Og ennfremur: Frá hnattrænu eða alheimssjónarmiði virðast þjóðir okk- ar vafalaust vera ein og sama fjöl- skylda með sterku svipmóti og aðhyll- ast náskyldar andlegar og pólitískar hugsjónir, sem tengja okkur saman og búa okkur sameiginleg örlög í veröld- inni. Þetta hefur einnig verið grundvöll- ur norrænnar stefnu margra kynslóða. Frá 1850 fram að fyrri heimsstyrjöld bar hin norræna stefna áberandi róm- antísk, skáldleg einkenni. En þegar syrti að úti í hinum illa heimi 1914, fékk þessi rómantíska stefna, sem við skulum ekki vanmeta, nýtt, raunhæft inntak. Hin sameiginlega hætta þjapp- aði löndum okkar þétt saman. Það var miðsóknaraflið, sem sigraði. Á árun- um milli heimsstyrjaldanna ríkti ákveð- in andstaða gegn norræna skálaræðu- samstarfinu, en með stofnun Norrænu félaganna fyrir 42 árum var hinni norrænu stefnu skipað í kerfi raun- hæfra stefnuskráratriða. Þessar raun- hæfu óskir hlutu langan meðgöngu- Þma, en milli 1918 og 1944 átti sér stað mikill undirbúningur og áróður, sem bar ávöxt eftir síðari heimstyrjöld. Menn hefðu getað óttazt það, að síð- ari heimsstyrjöldin hefði klofið Norð- urlönd og eyðilagt mikið af því, sem unnið hafði verið til undirbúnings á árunum milli heimsstyrjaldanna. Sví- þjóð gætti hlutleysis, sem var þyrnir í augum þeirra Norðmanna og Dana, sem börðust í þýzku hernámi. Finn- land var „vitlausu megin“, en Island dróst inn í varnarsvæði Vesturveld- anna. En þegar friður komst á og hin fimmlaufa Norðurlönd voru frjáls á ný, hvarf allt það, sem aðskilið hafði lönd- in. Og á sjötta tug aldarinnar birtist raunhæft norrænt samstarf í fjölmörg- um myndum: Fyrst kom afnám vegabréfaeftir- litsins, mikilvæg, táknræn gjörð 5 ríkja, sem leyfa borgurum sínum að fara hindrunarlaust yfir landamæri hvers annars. Seinna létum við einnig nægja, að vegabréf þeirra útlendinga, sem koma til Norðurlanda skyldi skoða á landamærum þess af Norður- löndum, er þeir kæmu til fyrst, en síðan væri þeim frjálst að ferðast milli hinna Norðurlandanna. 1954 var gerður samn- ingur um sameiginlegan vinnumarkað, — en ísland er þó enn ekki aðili að honum. Um 250 þús. Norðurlanda- búar starfa nú í nágrannalandi án atvinnuleyfis eða formsatriða og njóta allra réttinda í sínu nýja landi — þó enn sem komið er án kosningaréttar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.