Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 38

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 38
34 FÉLAGSBRÉF kjörgengis. — 1955 kom svo samning- urinn um gagnkvæmar almannatrygg- ingar. Það táknar hvorki meira né minna en að allir ríkisborgarar Norð- urlanda hafa sama rétt til sjúkratrygg- inga og annarra félagslegra hlunninda og þegnar þess lands, sem þeir gista. í rauninni voru þessir samningar al- gjört einsdæmi milli sjálfstæðra ríkja á hnettinum. Þeir benda í átt til raun- hæfs, sameiginlegs norræns rikisborg- araréttar, sem yrði stórkostlegur og veglegur gjörningur og okkur til sóma, milliríkjagjörð, sem ætti að vera — og er — fyrirmynd öllum ríkjum og ríkjasamsteypum heims. Því fer ekki fjarri, að við getum sagt: Milli Norð- urlanda hafa landamærin verið lögð niður og þurrkuð út. Jafnvel tollskoðun ferðamanna er orðin eins lítil og hugs- azt getur. Um leið og þessar raun- hæfu aðgerðir áttu sér stað á sjötta tug aldarinnar, var stöðugt unnið að sam- hæfingu á ýmsum sviðum þjóðfélags- ins, bæði í félagslegu tilliti, á sviði menntunar og í löggjöf. Bæði refsilög og þó sérstaklega félagsmálalöggjöf voru lagfærð í því skyni, að þau yrðu algjörlega samhljóða. Þess vegna hef- ur því verið hreyft, hvort ekki bæri að setja á fót sameiginlegan norrænan hæstarétt um þau lög og lagabálka, sem orðin eru samhljóða á Norðurlönd- um. En það er vandaverk að koma á fót yfirþjóðlegum dómstóli. Til þess þarf breytingar á stjórnarskrám ríkj- anna, og sé málið gaumgæft nánar lögfræðilega, koma í ljós vandamál vegna mismunandi dómsvenja og enn- fremur mismunandi túlkunar samhljóða lagaákvæða, sem byggist á mismun- andi réttarmeðvitund, sem að sínu leyti á rætur í hugarfari og siðvenjum þjóðanna. En þetta er á leiðinni! 1947 var Norræna menningarmála- nefndin stofnuð, en hún skyldi vera ríkisstjórnum til ráðuneytis. Hér var um mjög mikilvægt skref að ræða, sem þó því miður reyndist hafa lítið raun- hæft gildi í fyrstu, þar sem nefndin var hyggð upp sem velmeinandi málæðis- maskína. 1954 var nefndin endurskipu- lögð og reynslunni ríkari höfnuðu menn nú í gagnstæðum öfgum: Nefnd- inni var skipt í deildir fyrir vísindi, skóla- og alþýðufræðslu og listir, með þeim árangri að betri málsferð fékkst að vísu. En nú glataðist yfirsýnin, tryggingin fyrir mikilvægi þess, sem unnið var að. Ég hef sjálfur setið í Menningar- málanefndinni í 6 ár, en sagði mig úr henni af óþolinmæði. En sá sem vill vel, má aldrei verða óþolinmóður. Mestu skiptir það, að nefndin er til og sjón- armið mætast og lagast hvert að öðru. Einhvern tíma leiðir þetta til einhvers góðs, — já og reyndar má benda á ýmsan góðan árangur, sem náðst hefur í einstökum málum. En nefndina brest- ur víðsýni. 1953 var Norræna ráðið stofnað — sem milliþingastofnun. Og ef til vill er þetta mikilvægasta skrefið, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.