Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 43

Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 43
FÉLAGSBRÉF 39 þýðu manna. Klofningur mun eiga sér stað milli alþjóðastefnunnar annars vegar, hins vegar útvötnunar alþjóð- legra einkenna hinna þjóðlegu bók- mennta. Þær munu sennilega þróast hægt í áttina til þjóðsagnamennsku og verða átthagaskáldskapur, eins og dæmi eru um á landssvæðum þjóðarbrota í stærrí löndum — hinna józku, lág- þýzku, próvensku og keltnesku bók- mennta, sem bundnar eru þjóðminjum og niðursoðinni bændamenningu. Þar með er þjóðtungunum einnig ógnað. — Tunga án frjóvgunar frá sammannleg- um, lifandi og tímabærum skáldskap verður snauð, hin skáldlega lyfting hverfur, og eftir verður þvaður-mál- lýzka, sem síðan getur stuðlað að frum- stæðari tjáningarháttum og hugsana- máta. Til eru ákveðin ráð gegn slíkri þró- un. En ég legg áherzlu á, að þau eru ekki fólgin í markvissri einangrunar- stefnu. Þegar til lengdar lætur verður verndartollur og einangrun hefndar- gjöf — hvort sem um efnahag okkar er að ræða eða menningarverðmæti, en þó á það einkum við hið síðarnefnda. Heima í Noregi geisar nú mikil rimma út af Efnahagsbandalaginu- Og þar sem ég hef opinberlega látið í ljós ugg vegna hins menningarlega sam- runa, hafa andstæðingar Efnahags- bandalagsins litið á mig sem samherja. En að ósekju. Ég álít hina efnahags- legu sameiningu bæði óhjákvæmilega og æskilega. En í Noregi hef ég bent á, að okkar fámennu þjóðir geti allténd styrkt og tryggt hið skapandi þjóðlega, andlega líf, og að minnsta kosti hlíft skáldum okkar og rithöfundum við því að sjá sinn eigin markað skreppa saman og grundvöll lífsafkomu sinnar eyðilagð- an. Ég hef lagt fram við ríkisvaldið tillögu um sveigjanlegt styrkjakerfi í þágu bókmennta, stuðning í formi ríkis- styrkja til menntunar og prentunar, bæði til þess að vígbúast gegn háskaleg- ustu fylgifiskum þróunarinnar og til að tryggja lífræna endurnýjun andlegs lífs, lista og bókmennta. Ég bef bent á, að hið frjálsa andlega líf meðal stórþjóðanna — fyrir utan rannsóknir og vísindi — megi reisa á lögmálinu um framboð og eftirspurn, en þetta lög- mál eigi í framtíðinni ekki við í fá- mennum ríkjum, sízt eftir að erlent lestrarefni hefur flætt yfir og það kost- ar tíunda hlutann af verði innlendra menningarafurða. Ég held, að á næstu 20 árum dugi það ekki, að öryggisráðstafanir sem þessar séu aðeins gerðar á þjóðlegum grundvelli. Framlögin þarf smám sam- an að veita án smásmugulegs tillits til þess, hvort féð fari yfir landamæri Norðurlanda innbyrðis, því að menning- ararfur Norðurlanda er sameiginlegur, og aðstoðinni verður stöðugt að beina þangað, sem hættan er mest. Ef þessi skoðun vinnur fylgi — og ég held, að það blási byrlega — myndi

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.