Félagsbréf - 01.12.1962, Page 45
FÉLAGSBRÉF
41
einasta mannsbarni á Norðurlöndum er
trygging þessa gullforða mikilvæg.
Norðurlönd og umheimurinn — ég
held, að ég hafi dregið upp mynd af
því, hvernig Norðurlandaþjóðirnar
muni mæta hinum tveim gagnstæðu
straumum í væntanlegri samþróun
heimsins, öðrum jákvæðum, hinum nei-
kvæðum.
Ég hef reynt að sýna fram á, hvern-
ig Norðurlönd skipa sér þéttar saman,
og hvernig raunhæft samstarf hafi haf-
izt á mörgum sviðum. Þessi þróun
mun þegar fram líða stundir, einnig
hafa holl áhrif á hin menningarlegu
samskipti þjóðanna. En tæpast nægi-
lega til að vega upp á móti miðsóknar-
afli stórþjóðanna.
Ég veit ekki, hvort mér hefur tekizt
að varpa neinu ljósi á hina andstæðu
fyrirboða og framtíðarhorfur.
Eitt er þó víst: Við höfum ástæðu
til að horfa fram á veg með ótta
ekki síður en von. — Framvinda
heims hefur í þúsundir ára brotið nið-
ur og afmáð menningarlega minnihluta
og látið eftir sig menn með tóma höf-
uðkúpu.
Ótti okkar er fólginn í þessari spurn-
ingu: eiga þessi einnig að verða ör-
lög okkar?
Ekki ef okkur skilst í tæka tíð, að við
verðum að taka upp virka norræna
stefnu í menningarmálum. Ekki vegna
Norðurlanda sem hugsaðrar heildar,
heldur til þess að bjarga þjóðlegri
menningu okkar hvers og eins, eða rétt-
ara sagt: til þess að gefa íbúum Norð-
urlanda í framtíð jafngóða möguleika
til menningar og menntunar, til að
verða heimsborgarar, með rætur í eigin
mold, með sitt eigið andlega líf, tungu
og bókmenntir.
Beitum ótta okkar á réttan hátt —
eins og allt, sem lifir, hlýtur að gera,
þegar mikil hætta steðjar að.
Við skulum viðurkenna hættuna, við
skulum skilgreina hana. Gerum gagn-
ráðstafanir, við skulum borga það
sem þær kosta. Notum óttann til hvatn-
ingar og eflum þannig vonir okkar.
Þá mun Island lifa að eilífu og
Norðurlönd öll.
Sveinn Ásgeirsson íslenzkadi.
Fyrirlestur þessi var haldinn i hátiðasal Háskólans 1. maí 1962. Hér birtist hann eilítið styttur.