Félagsbréf - 01.12.1962, Page 47

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 47
S Y R P A lohn Steinbeck og nóbelsverðlaunin. *J^he Winter of Our Discontent er síðasta stóra skáldsaga John Steinbecks, og hún mun einkum hafa orðið tilefni þess að honum voru í haust veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Trúlega er þessi saga allmiklu betra verk en East of Eden vansællar minningar, en hún er í engum skilningi stórvægileg og vand- séð tilefnið að útnefna hana sérstaklega til verðlauna. Steinbeck er að vísu vinsæll og víðlesinn höfundur, bækur hans ná stöðugt metsölu út um allar jarðir, en það eru verk hans frá fjórða tugi aldarinnar sem máli skipta og hafa ráðið áhrifum hans. Tortilla Flat og Mýs og menn unnu hug lesenda í fljótu bragði, og ætti maður að spá Stein- beck langlífra vinsælda með nýjum lesend- um kæmu þessar sögur trúlega fyrst í hug. Þar með er fæst sagt um eiginlegt bókmennta- gildi þeirra, sem ég held að sé næsta lítið; þær eru of einfaldar ytra og innra, „heim- speki“ þeirra of yfirborðsleg þótt hún sé kannski ófölsuð. In Dubious Battle var með sínum hætti áhrifasterk saga, en einkum er hún athyglisverð sem undanfari að Þrúg- um reiðinnar, höfuðverki Steinbecks. Hann er eins og fleiri einnar-bókar-höfundur á þann veg að ekkert sem hann hefur skrifað fyrr eða síðar kemst í hálfkvisti við þetta epíska stórvirki. Þrúgur reiðinnar er m.a. fágætt dæmi um þjóðfélagslegt raunsæi, sósí- alrealisma, tímaborið ádeilugildi verksins er fullkomlega innlifað skáldlegu gildi þess. Þannig ræður þjóðfélagssýn Steinbecks allri gerð verksins, mannlýsingarnar lúta allar þjóðfélagslýsingunni án þess að glata eigin lífi sínu og verða brúður f dæmisögu. — Mannskilningur Steinbecks er einfaldur að eðli, honum lætur ekki djúptæk sálarlífs- lýsing, og allt bezta sögufólk hans er cinfalt að gerð, óbrotið. En í Þrúgum reiðinnar sér hann sögufólk sitt á miklu víðfeðmara sviði en annars staðar: landið, tíminn, fólkið, þessir þættir eru þar allir samofnir og jafn- gildir Þess vegna er Þrúgur reiðinnar eitt mesta stórvirkið í amerískri skáldsagnagerð á þessari öld, og þar af kemur líka hið ríka ádeilugildi verksins. Hins vegar liggur beint við að spyrja, eins og jafnan um þjóðfé- lagslega list, hversu endingargott verkið sé, hvort það megni að skírskota til lesenda enn í dag, eftir tuttugu ár eða fimmtíu. Og verð- ur þeirri spurningu að visu ekki svarað hér. John Steinbeck stendur með undarlegum hætti á mörkum natúralisma og dulhyggju. Jafnvel í Þrúgum rciðinnar er dulhyggjan hvergi fjarri (sbr. t.d. niðurlagskaflann) þótt hún sé undirokuð af raunsæinu. I öðrum sög- um leikur þessi náttúru-dulhyggja miklu lausari hala, svo sem f slæpingjasögunum (Tortilla Flat, Cannery Row). Kynórarnir í The Wayward Bus eru af þessum toga, og sambærilegir órar um „illt“ og „gott“ eru blásnir í miklu magnaðra veldi í East of

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.