Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 48
44
FÉLAGSBRÉF
Eden; þar er kominn innvirðulegur falshljóm-
ur í allt saman. Hvorki í East of Eden né
The Winter of Our Discontent tekst hon-
um að magna sögum sínum þjóðfélagslegt
baksvið neitt í líkingu við Þrúgur reiðinnar
þótt viðleitni gæti í þá átt.
Þrúgur reiðinnar var amerískt öreiga-epos.
The Winter of Our Discontent er amerískur
heimsÓ9Ómi. Sagan segir af afdönkuðum
peningamanni sem um sinn hefur verið í
auraleysi og niðurlægingu; með því að leggja
af heiðarleikann og taka upp siði samfélags-
ins (svíkja vini sína tvo í tryggðum) tekst
honum að brjótast til auðs á ný. Raunar
fær þetta svo á hann, einkum þegar sonur
hans leikur sams konar leik, að honum
liggur við sjálfsmorði; hættir þó við það og
situr að fengnu fé til að „annað ljós slokkni
ekki,“ það er sú von sem bundin er dóttur
hans. Það er sem sagt hið ríka (og nýrika)
nútíðar-samfélag sem Steinbeck tekur hér
til meðferðar, samfélag sem peningar og ytri
velgengni er allt, heiðarleiki óþekktur og hlá-
legur þar sem hann kann að finnast. En
ádeila hans er engu galli blandin og þvf
síður eitri, sagan er þreytuleg, uppgefin.
Þessi uppgjöf birtist kannski bezt í lýsingu
söguhetjunnar, Ethan Allen Hawleys: hún
er sneydd harmgildi vegna þess hve hún er
fátækleg, frasaborin. Ferill hans er kannski
dapurlegur, og það er þessi dapurleiki sem
hefur ósviknast bragð í sögunni; en átök
hennar snerta mann ekki, sögulausnin er
sízt sannfærandi og maður leiðir hana hjá
sér. Þannig endar vegur natúralistans Stein-
becks í dapurlegum þreytutón í samtiðarlýs-
ingunni; í persónusköpuninni í svikinni dul-
hyggju sem á að vera von verksins.
Sænska akademian er stundum seinheppin
í verðlaunaveitingum sínum. Nóbelsverðlaun
Hemingways voru nánast minnisvarði um
forna frægð hans og áhrifavald, ekki stað-
festing á varanlegu gildi sjálfra verka hans
eða vottur þess að þau væru að hefjast til
nýrra áhrifa. 1 enn ríkari mæli gildir þetta
um John Steinbeck. Vel má hann vera „verð-
ur“ nóbelslaunanna. En þau komu þá bara
tuttugu árum of seint. Ó.J
Kvikmyndir:
79 af stöðinni.
ó að nokkrar stuttar kvikmyndir hafi á
undanförnum árum verið gerðar hér-
lendis með íslenzku leikfólki, hefur vafalaust
verið brotið blað í sögu áslenzkrar kvik-
myndagerðar með Sjötíu og niu af stöðinni.
Með henni er í miklu meira ráðizt en áður
og markið sett hærra, enda meira fjármagn
á bak við. Samt megum við ekki vera of
óþolinmóð og óbilgjörn, þó að margar at-
rennur mistakist enn um skeið við að skapa
frambærilega íslenzka kvikmynd til sýning-
ar í kvikmyndahúsum heimsins.
Sjötíu og níu af stöðinni hefði orðið heil-
steyptari mynd, ef ýmsum endurtekningum
og útúrdúrum hefði verið sleppt, en öðrum
atriðum aftur á móti gerð fyllri skil, en til
þess hefði sennilega þurft enn meira fjár-
magn og meiri tíma og yfirlegu.
Kynningin á myndinni og upphafsatriðin
eru ágæt og þannig hefði myndin átt að
halda áfram, en því miður bregzt það víðast
hvar nema í atriðunum á bílstöðinni, sem
eru prýðileg og sverja sig í ætt við ítalskan
neó-realisma.
En Reykjavík kemur okkur þyngslalega
fyrir sjónir, enda er oftast ekið um hana að
næturlagi, göturnar auðar og yfirgefnar.
Eins er um fólkið, það ræðist lítið við og
lætur sig enn minna uppi. Þetta á kannski
að sýna norrænan þegjandahátt, þar sem
innri spenna talar sínu máli, en maður verð-
ur hennar næsta lítið var.
Spennan, sem í bókinni er einkum fólgin t
stíl höfundarins, nýtur sín ekki hér. Kannskt
er söguþráðurinn of ber og nakinn til þess.