Félagsbréf - 01.12.1962, Side 49
FÉLAGSBRÉF
45
Ekki svo að skilja, að einfaldleiki útiloki
mikil átök, þvert á móti getur einfaldleiki
verið styrkur átakamikils harmleiks. En í
myndina vantar efnisfyllingu til að vel hefði
mátt takast. Við fáum of lítið að vita um
fólkið. Það gefur ekki nóg í skyn um líf
sitt og innri baráttu til að það verði okkur
verulega nákomið.
f atriðinu úr sveitinni, þegar Ragnar kem-
ur á bernskustöðvamar með vini sínum hefði
verið tækifæri til að sýna sveitalífið sem
andstæðu við borgarlífið, eins og Ragnari
kemur það fyrir sjónir. En sá þáttur er mjög
liflaus.
Engar skepnur sjást kringum bæinn og
allt er þar í hálfgerðri niðurníðslu, þar sem
sveitalífið hefði átt að birtast honum sem
iðandi blómstrandi líf. Meira að segja sjást
þar hvergi lifandi fuglar, þó að þeir séu á
fuglaveiðum.
í bókinni er Gógó persónuleiki í upplausn,
sem tregar líf sitt og leitar athvarfs frá ásókn
einmanaleika í drykkjuskap og nautnalífi.
Hún er lífsþreytt og taugaspennt heimskona,
sem kann sér ekkert hóf.
Gógó myndarinnar er aftur á móti ung
kona, hrífandi og einlæg. Það skín út úr
öllu fasi hennar.
Þarna skapast tvískinnungur sem erfitt er
að koma heim og saman.
Elskendurnir hafa lítið að segja hvort öðru
og vekja ekki grun hjá áhorfandanum um
djúpar tilfinningar og sálarstríð. Áhorfand-
anum er ekki gefið undir fótinn að neitt sé
að gerast í lífi konunnar út yfir það venju-
lega: að einn elskhugi taki við af öðrum.
Þarna vantar þróun og stígandi tíl að ná
verulegum tökum á áhorfandanum.
Þetta skapar allt mikla kyrrstöðu í mynd-
inni sem mikill bílaakstur og endurteknar ást-
arsenur geta engu um þokað. Hefði t.d.
myndin ekki grætt á því ef áhorfandanum
hefði verið gefið eilítið hugboð um hvers
vegna þessari útlifuðu heimskonu fer að
þykja vænna um Ragnar en alla hina?
Þ U L A
Dimmur er dagurinn,
dapur hugurinn,
napur vindurinn,
nístandi smjúgandi.
N»r kemur vclin fljúgandi
að sunnan, sunnan?
Hún, sem á að vera með þetta,
l>etta eina rétta,
aem sálin biður
viður
meinum.
Steingrímur Sigurðsson.
Þannig mætti lengi halda áfram að bolla-
leggja, auka inn í myndina og fella annað
úr þangað til maður væri búinn að gera allt
aðra kvikmynd í huganum.
Og það er ágætt. Með því er maður orðinn
virkur áhorfandi. Og þá er í sjálfu sér auka-
atriði hvort myndin sé eitthvað gölluð. En
ekki má 'heldur einblína um of á gallana
svo að kostirnir gleymist. Og mætti þar nefna
lokaatriðið þegar Gógó og Guðmundur heyra
í útvarpinu um lát Ragnars.
En það er margþvælt atriði í kvikmyndum
að sýna svipbrigði á fólki við voveifleg tíð-
indi, en hér sjáum við aðeins bílinn nema
staðar i auðninni og snúa síðan við. Það er
snjöll og frumleg hugmynd, sem talar sínu
máli og þar hefði myndinni átt að ljúka,
en ekki fyrir framan hús frú Faxen.
Þessa mynd ættu sem flestir að sjá því
hún sýnir okkur umhverfi sem við þekkjum
öll en sjáum þó ekki nærri nógu vel. Hér
er tækifæri til að reyna að skerpa sjón sína
á nánasta umhverfi sitt og þjóðlíf.
Agnar ÞórZarson.