Félagsbréf - 01.12.1962, Side 50

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 50
46 FÉLAGSBRÉF Leikfélag Reykjavikur: Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. J^eikrit Jökuls Jakobssonar Hart í bak er engan veginn heilsteypt verk, og það er ekki gætt tiltakanlegri dramatískri spennu. Efnismeðferð er að sumu leyti nærstæð skáld- sögu: hægfara framsetning margbrotins sögu- þráðar sem virðist fylgja örlögbundnum ferli. Það sem er sagt og gert í leikritinu sjálfu veldur minnstu um atburðarás, persónurnar fylgja fyrirfram ráðnum örlögum sínum hver fyrir sig: leikritið er e.k. uppstilling þessara örlaga á sviðinu. Óneitanlega veikir þetta leikinn sums stað- ar, svo sem í næturatriði þeirra Láka (Birgir Brynjólfsson) og Árdísar (Guðrún Ásmunds- dóttir): af því sem á að gerast þar milli þeirra tveggja sést hvorki tangur né tötur á sviðinu en áhorfendum er sagt frá því eftir á. Annar veikleiki í heildargerð leiksins mun helzt fólginn í afstöðu höfund- arins sjálfs til verks síns. Jökull er í þessu verki, eins og víðar, á mörkum eiginlegs raun- sæis og táknvísari, ljóðrænni orðlistar og virðist ekki gerla vita hvorn upp á að taka. Meginhluti verksins er með raunsæisyfir- bragði, en í sumum atriðum þokar það um set, og þá einkum „samtali" þeirra Jónatans skipstjóra (Brynjólfur Jóhannesson) og Ár- dísar í fyrsta þætti og svo lokaatriði leiksins. Það væri ofmikið sagt að þessi stílhvörf spilltu leikritinu, en þau dreifa heildarsvip þess. Og leikstjóri virðist ekki hafa tekið nógu ákveðna afstöðu til þess vanda sem þau valda. Fyrra atriðið leysir hann að vísu allvel eftir þvf sem unnt er, en lokaatriðið verður í höndum hans alltof óljóst og nær ekki þeim áhrifum sem manni virðist þvf bera að réttu lagi. Nú má enginn skilja þetta svo að Hart í bak sé til muna lélegt leikrit. Fjarri fer því: með sýningu þess hefur Leikfélag Reykjavíkur og leikstjórinn (Gísli Halldórs- son) unnið gott verk og komið á framfæri mjög athyglisverðu og efnilegu leiksviðsverki. En því fer einnig allfjarri að hér hafi nýr og alskapaður leikritahöfundur stokkið fram í sviðsljósin. Vandi Jökuls Jakobssonar í Hart f bak er einmitt náskyldur vanda hans í skáldsögunni Dyr standa opnar (sem ásamt leikritinu er þroskaðasta verk hans til þessa), enda eru verkin náskyld efnislega og túlka bæði sams konar mannlífssýn. Mannskilning- ur Jökuls Jakobssonar er með sínum hætti rómantískur, ekki raunsær eða kryfjandi. Lýs- ing Láka í Hart í bak ber þessu vitni með öðrum söguhetjum Jökuls: hversdagspiltar hans eru allir í leit að heilbrigðu, einlægu lífi í skuggaveröld blekkinga og glæframennsku. Vandi Jökuls er löngum að fella þennan mannskilning í form raunsærrar umhverfis- lýsingar; þar af koma stílhvörfin bæði í leik- ritinu og í Dyr standa opnar. — Eins og sögunni er táknbygging leiksins dálítið óeðlileg („stærsta skip þjóðarinnar", „sjó- liðsforingjaskóli í Ameriku“, týndur faðir f „stóru húsi og reynitré í garðinum", skran- salan „rusl og drasl“ og „konsúlsembættið"): þetta verður til að spilla raunsæissvip leik- ritsins og veikir þannig kjölfestu þess. En meira er um hitt vert að tilfinning verksins (eins og sögunnar) virðist alsönn: óleystur vandi Jökuls er einkum að fella saman hina tvo þætti lýsingar sinnar, hina rómantísku tilfinningu og raunsæja umhverfislýsingu, til einnar trúverðugrar og listrænnar heildar. Og Hart í bak ber því vitni að leikritun láti Jökli Jakobssyni a.m.k. ekki miður en sagna- gerð. Persónusköpun er skýr og ljós, málfar mjög eðlilegt og trúverðugt, og þótt leikritið sé þungt í vöfum framan af og byggingar- lýti talsverð á fyrsta þætti er það gstt vissri hægfara en eðlilegri stígandi. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Hart i bak var mjög snyrtileg og vel unnin. Eins og fyrr segir virtist mér leikstjórinn, Gísli Halldórsson, leggja fulleinhliða áherzlu a

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.