Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF
47
hina raunsæju hlið verksins, en sá skilning-
ur á að vísu fullan rétt á sér, og sviðsetning
Gísla hefur heillegan og í meginatriðum
sannfærandi svip. Birgir Brynjólfsson og
Guðrún Ásmundsdóttir leika unga fólkið í
leiknum og leystu bæði vanda sinn vel;
einkum Birgir, en þetta mun bezta verk
hans til þessa. Þrjózkuuppreisn Láka túlkaði
hann vel, miður kannski sinnaskiptin til
einlægni. Leikur Guðrúnar var hófsamlegur
og einlægur; en vandséð er á hvers reikn-
ing hið veikbyggða næturatriði skrifast, höf-
undar, eða þeirra Guðrúnar og Birgis að ein-
hverju leyti. Helga Valtýsdóttir leikur Áróru
spákonu af allmikilli rögg, en mér virtist
skilningur hennar á hlutverkinu nokkuð brigð-
ull. Hún leggur ofmikla áherzlu á grófleik-
ann í fari Áróru, og fyrir vikið fá töfrar
þessarar konu ekki notið sín. Verst lék þetta
eldhúsatriði þeirra Stígs skógara (Steindór
Hjörleifsson), þar varð skopið alltof gróft,
en bezt virtist mér Helgu takast upp
í næturatriðinu með Finnbirni (Gísli Hall-
dórsson). Má vera að það sé raunsæisskiln-
ingur leikstjórans sem hér kemur fram:
áherzlan er öll á ömurleik þess mannlífs sem
hér segir frá. En þó það sé vissulega ömur-
legt og fátæklegt býr það einnig með sínum
hætti yfir frumstæðum þokka, bæði spákon-
an og allt umhverfi hennar, og sú hlið verks-
ins virðist mér vanrækt um of.
Þungamiðjan í húsi spákonunnar er þrátt
fyrir allt faðir hennar, Jónatan skipstjóri,
og í lýsingu hans eru gleggst mót raunsæis
og táknvísi f leiknum. Brynjólfur Jóhannes-
son túlkaði þetta hlutverk af næmum og
innlifuðum skilningi þannig að báðir þættir
þess komust til skila; það er ekki hans sök
að lokaatriðið fékk ekki notið sín. Leikritið
hefst með Jónatan og því lýkur með honum,
saga hans er baksvið og forsenda þess sem
gerist í leiknum. Hart í bak er ekki þjóð-
félagslegt verk í eiginlegum skilningi, en í
lýsingu Jónatans opnast því ný vfdd sem
er órofa hluti iþess: sýn til þjóðfélagsins
sem er í hæsta máta tímaborin. — Á
þetta var tæpast lögð næg áherzla í leik-
stjórninni, og lokaatriðinu, þar sem Jónatan
stígur út úr raunsæisramma verksins og tal-
ar beint til áhorfenda, var á einhvem hátt
gloprað niður í sýningunni. En það er ein-
mitt þessi þjóðfélagssýn sem er ný í verki
Jökuls Jakobssonar og að sínu leyti vænleg
kjölfesta komandi verkum.
Hér hefur einkum verið rætt um van-
kanta leikrits og sýningar. Því er kannski
vert að ítreka að lokum að leikrit Jökuls
þolir þessa gagnrýni mætavel, að sýning
Leikfélagsins á Hart í bak má vera ærið
fagnaðarefni f því leikritahallæri sem hér
hefur ríkt um sinn. Með þvf bætist íslenzkri
leikritagerð álitlegur liðsmaður — svo sem
væntanlega mun birtast betur í komandi
verkum hans. Ó. J.
Bréf:
„íslandsför Mastiffs'*.
egar ég var að búa þýðingu mína á
„Islands/ör Mastiffs“ til prentunar í
fyrrahaust, hafði ég ekki aðrar upplýsingar
um myndina af Katrínu Þorvaldsdóttur og
Sigríði Jónsdóttur en þær, sem ég fann í
sérprentaðri ritgerð um þessa ferð eftir teikn-
arann, frú Blackburn, og getið er í athuga-
semdunum, sem sé að Sigríður hefði verið
ung frænka Katrínar.
Nú hefur Steingrímur Jónsson rafmagns-
stjóri tjáð mér, að það hafi verið móðir
sín, Sigríður Jónsdóttir, sem fyrir myndinni
sat ásamt frú Katrínu, og skulu hér til fróð-
leiks rakin helztu æviatriði hennar, sam-
kvæmt frásögn Steingríms.
SigriöuT Jónsdóttir var fædd 9. nóv. 1856
í Miðhúsum í Sveinsstaðahreppi í Austur-
Húnavatnssýslu. Faðir hennar var Jón Jóns-
son, timburmaður á Tjörn á Skagaströnd,
f. 18. ágúst 1808 í Ytri-Villingadal í Eyja-
firði, sonur Jóns vefara á Grund í Þorvalds-