Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 55
BÆKUR
Agnar ÞórZarson:
Gauksklukkan.
Leikrit í tveimur þáttum.
Helgafell. Reykjavík, 1962.
JMfsvandi smáborgarans virðist Agnari
Þórðarsyni nákomnast viðfangsefni, vandi
mannsins sem unir ekki hversdagshlutskipti
sínu en brestur afl til að skapa sér eigið
líf að hæfi, viljugur að rísa gegn rangs-
leitni en brestur þrótt að berjast til sigurs
eða falla. Söguhetjur hans bera ósigur sinn
hið innra með sér; uppreisnarviðleitni
þeirra gegn rangsnúnu og prettvfsu um-
hverfi er fyrirfram dæmd vegna innri veik-
leika sjálfra þeirra. Svo er um báða þá
ungu menn sem frá segir í skáldsögum
Agnars, Haninn galar tvisvar og Ef sverð
þitt er stutt, og svo er enn um Stefán, tón-
listarsinnaðan bankaritara í Gauksklukkunni.
Þessum efnivið velur Agnar jafnan form
raunsærrar samtímalýsingar (nema í fyrsta
leikriti sínu, Þeir koma í haust); hann er
glöggskyggn ó bresti og misfellur samtíma
6Íns og ádeilublandið háð er ríkur þáttur
allra verka hans, ekki bara gamanleikanna.
1 rúlegt virðist að Agnar Þórðarson ætli
Gauksklukkunni öllu meiri hlut en öðrum
leikritum sínum. Þótt gamanleikir hans séu
léttir í sniðum og fari allvel á sviði, skop
þeirra oftast hittið, er skáldlegt gildi þeirra
býsna lítilvægt. Einfaldar kunnuglegar mann-
U’singar; ærslafenginn kunnuglegur söguþráð-
ur; yfirborðsleg kunnugleg „ádeila“: dágott
hlátursefni eina kvöldstund; en mann hefur
stundum órað fyrir því að höfundur léti
vinsældir þessa leikforms hérlendis villa sig
af leið. Gauksklukkan stendur nær skáld-
sögunum. Hún er á sama hátt og þær til-
raun til raunsæilegs samtímaskáldskapar sem
risti dýpra en spéleg yfirborðsmynd. Leik-
form það sem Agnar ástundar er nánast
e.k. alvarlegur gamanleikur; Gauksklukkan
er enginn harmleikur, enda er Stefán ekki
tragísk persóna frekar en aðrar söguhetjui
höfundar. Engu að síður eru örlög hans
tragísk: Stefán er dæmdur til að steyta á
blindskerjum sjálfsblekkingar og draumóra;
hann er ekki maður til að fylgja fram upp-
reisnarviðleitni sinni gegn umhverfinu sem
hann er fastbundinn í veikleik sínum, en
hann er ekki heldur maður til að taka
skipbrotinu, sætta sig við hversdagsumhverfi
sitt og gera þess líf að sínu. Hann á í
hvorugum staðnum heima og er þó bundinn
báðum. Vandi Agnars Þórðarsonar er að
túlka þetta harmgildi þannig að allt inntak
þess komist til skila og án þess að raun-
sæisbúning verksins sé hnikað; sambærileg-
an vanda hefur honum tekizt misjafnlega
að leysa í skáldsögum sínum, og í Gauks-
klukkunni er hann lausn hans enn fjær en
þar. Meginveikleiki Gauksklukkunnar virðist
einmitt vera hversu óljósum skilningi höf-
undur skilur þessa söguhetju sína, hversu
lítil tök hann kann á að gera sálarklofning