Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 56

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 56
52 FÉLAGSBRÉF hans lifandi. Einkum birtast þessi vandkvæði af sambandi þeirra Ármanns sem engan veg- inn er ljóst eða skiljanlegt; þótt heimilis- kreppu Stefáns sé allvel lýst verður tónlist- ardraumur hans alltof fjarlægur og ósenni- legur til að persónan í heild geti kallazt trúverðug — eða örlög hennar átakanleg. Ármann er að vísu sjálfur heilleg persóna eins og Greta að sínu leyti, en afstaða Stefáns til þeirra beggja er alltof óljóst mörkuð. Hvers á hann að vitja hjá þessu fólki, hverjum rót- um stendur áhrifavald þeirra yfir honum? Þeim spurningum s\arar leikurinn ekki, eða þá mjög óljóst, og að mínu viti veldur þetta mestu um að hann mistekst að nteginefni. Umhverfislýsingin í Gauksklukkunni et mjög af sömu ætt og gamanleikir Agnars Þórðarsonar, og sá þáttur verksins lánast bezt. Höfundur kann orðið öll skil á ný- ríkum smáborgurum Reykjavíkur og lýsir þeim af háðskum og þó næstum góðlátleg um skilningi. Glæframaðurinn Ebbi er í senn kunnuglegur úr samtímalífi og bráðlifandi persóna í leiknum. (Miklu góðfúsari lýsing samskonar persónu er Goggi í Spretthlaup- aranum; og þar er séra Tryggvi af Stéfáns- ættinni. En í því verki er öllum „harmleikn- um“ snúið upp í brennivinsmál, kvennafar og annað létt grin.) Bezt virðist mér höf- undi takast þar sem þessi lýsing fær að njóta sín án þess þó að verða einráð, svo sem í veizluatriðinu með Vernharði bankastjóra; þar er iblandað saman gamni og alvöru, sársauka og háði i alveg réttum hlutföllum. En sú hætta virðist blasa við sýn að í flutn- ingi leikritsins séu gamanmálin undirstrikuð óhóflega á kostnað hins alvarlega inntaks þess. Og það væri nánast að kæfa erindi höfundar í fæðingunni. Bygging Gauksklukkunnar ber því vott að höfundur kann góð skil á leikhúsi og leik- sviðsverkum. Tviskipting þess lánast vel og brýtur hvergi í bága við raunsæiskröfur: tvimenningarnir, Natan og Finna, sem eng- an beinan þ.átt eiga í ytri atburðarás verks- ins, hafa þar e.k. kórhlutverk, skapa leikn- um þann liugblæ ósigursins sem hæfir. Leiknum mun ekki hafa verið tekið meira en miðlungi vel þegar hann var á sinum tíma sýndur í Þjóðleikhúsinu. Engu að siður virð- ist Gauksklukkan tvímælalaust heillegasta og alvarlegasta leiksviðsverk Agnars Þórðarson- ar til þessa, það vottar enn stöðu hans, sem hagasta leikskálds okkar í dag. Viðleitni hans að skapa íslenzku sviði alvarlegan samtið- argamanleik er allrar virðingar verð þrátt fyrir þau vandkvæði sem á hefur verið bent; og maður hlýtur að vænta þess að Gauks- klukkan sé honum enginn áfangi á þeirri leið, aðeins fyrsta skref í átt til veigameiri, innviðasterkari verka. Ó. J. Gísli J. Ástþórsson: Brauðið og ástin. Almenna bókafélagið. Bók mánað- arins, ágúst 1962. JJrauðið og ústin er fyrsta skáldsaga Gisla J. Ástþórssonar, ritstjóra. Áður hefur hann skrifað allmargar smásögur og stutta þætti, ærið misjafna að gæðum og enga veru- lega minnistæða. Það var því með hálfum liuga sem ég opnaði þessa nýju skáldsögu. Misheppnan höfundar hlýtur að vera þvt meiri sem hann tekur sér stærra verkefni. Það er skemmst frá að segja að Gísla hef- ur tekizt að skrifa góða og skemmtilega skáldsögu. Sýnilega lætur honum skáldsögu- formið miklum mun betur en smásagnaform- ið og nýtur sín miklu betur á því srdði. Brauðið og ástin er skopsaga í léttum dur og er ckki ætlað að vera annað þótt sögu- sviðið hafi fram að þessu gefið flestum rit- höfundum tilefni til alvarlegrar íhugunar: kreppuárin fyrir stríð, stéttalmrátta, verklvðs- mál. Gísli notar þetta sem baksvið fynr ástarsögu blaðamanns við íhaldsblað og stúlku í fiskvinnslustöð sem er í fararbroddi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.