Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 62

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 62
58 FÉLAGSBRÉF hermir auðvitað Stefán í bókmenntasögu sinni og minnist með réttu á snilligáfu Bjarna. En Stefán gerir ærið ófullnægjandi grein fyr- ir því, hvers vegna erfiljóð Bjarna bera af. Hér hefði verið æskilegt að fjalla skilmerki- lega um mannlýsingar Bjarna, myndauðgi og tækni, sem Stefán rétt tæpir á. Að auki mátti lýsa þróun erfiljóðagerðar Bjarna, hversu skéldinu vex ásmegin, kynngin eykst og mannlýsingarnar verða meitlaðri, eftir því sem érin líða. Loks var ekki úr vegi að gera íslenzkum erfiljóðum nokkur skil og stöðu Bjarna. Hefði Bjarni ekki ort þessi erfiljóð, teldist hann ekki til höfuðskálda. Þrjár blað- síður herma frá Bjarna, en af þeim fá erfi- kvæðin einungis þriðjung einnar síðu í sinn hlut. Hér verður það sama upp á teningnum: of lítill munur aðalatriða og aukaatriða. Ég hef valið þann kostinn í þessum rit- dómi að ræða nokkur höfuðatriði, en láta annað sitja á hakanum, svo sem beinar villur, hæpnar skoðanir og efni, sem er augljós- lega gerð ónóg skil, enda er það of viðamikið til að gera viðhlítandi grein fyrir því. En engin ástæða er til þess að draga fjöður yfir það, að bókin er flausturslega samin, á köflum jafnvel handahófsleg. Endurtekning- ar eru furðu margar (t.d. 405 og 445, 438 og 440, 161 og 168 og 169 og 190) og sumar næsta spaugilegar: Stefán segir frá því, að Agnar Þórðarson telji, að leikritagerð „horgi“ sig ekki (444 og 452). Eitt dæmi skal ég tilfæra til að sýna, hversu mikil handavömm getur verið á samningu bókarinnar: „Af síðari tíma mönnum haía engir skrifað betur um Hallgrím og öld hans en Halldór Kiljan Laxness „Inngangur að Passíusálmum“, í Vettvangur dansins 1942, (svo) og frá komm- únistísku sjónarmiði og nýtísku listar. — Eins og tískuhöfundar í öðrum löndum dregst Halldór fyrst og fremst að brokk- gengum stíl seytjándu aldar og ekkert er honum jafnframandi og klassískur still Jónasar Hallgrímssonar þrátt fyrir dá- lætið á skáldskap lians. Grein Sigurðar Nor- dals um Tyrkja-Guddu er í Áföngum 1943— 1944“ (247). — Þetta þarfnast engrar skýr- ingar við nema þeirrar, að þetta er sótt til frásagnarkafla af Hallgrími Péturssyni. í bókinni er urmull af athugasemdum, kyn- legum og broslegum. Þær varpa bjarma yfir staðreyndatalið. Bjarni GuZnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.