Glettni - 18.01.1939, Page 2

Glettni - 18.01.1939, Page 2
2 GLETTNI DÓTTIR PRESTSINS Ég var á ferðalagi erlendis í fyrra og dvaldi þá um hríð hjá ágætum vini mínum, séra Sveini í Dælasókn í Noregi. H'ann er hniginn að aídri pg býr nú með roskinni ráðskonu og dóttur sinni 18 ára gamal i. Bær- inn stendur á fögrum stað við innanverðan all stóran fjörð, þar er skammt til skógar, guótt veiðiíugla og si.lungs í ám og vötn- um og sérstaklega heitt og veðursælt á sumr- in. Heimilið var friðsælt og skemmtiíegt, þótt ekki væri fleira fólk á bænum, klerk- ur er vel menntaður og gáfaður ágætlega, og þarna var leikið við mig í hvívetna, svo að mér varð hver stundin annarri ánægju- legri. Minnist ég þess ekki" að hafa lifað unaðsríkari daga, en sérstaklega er mér þó kær í fendurminningunni síðasta vikan, sem ég dvaldi þarna, og bar til þess dálítið sérstakt. Sumarnæturnar liðu hljóðlega við léita drauma og aftureldingin og morgunandvar- inn vökui mann hressan og endurnærðan. Ég fór æfinlega mjög snemma á fætur og reik- aði mér til unaðssemdar upp um hlíðar og ása eða inn| í skóg með byssuna mína á öxl- inni, stundum hafði ég með mér veiðistöng- ina mína og gerði mér leik að því að veiða siiung, stundum fékk ég mér bað í lygnri, hyljótttri á, sein rann í stórum bugðum gegn- um skóginn. Þegar leið að hádegi hélt ég heimleiðis og snæddi lostætan miðdegisverð með prestinuin og dóttur hans. Eftir máltíðina reyktum við svo makráðir pípurnar okkar og spjölluðuin saman, stunduin tefldum við skák, en oftast fór svo að prest syfjaði og fekk hann sér þá miðdegisblund, en ég hall- aði inér afturábak í hægindastólinn og Iét hugann re ka viða. Oft hugsaði ég um hana Rún, dóttur prestsins. Hún var prýðilega vaxin, ljóshærð, stuttklippt, og frekar lagleg í andliti. Prest- ur hafði sagt mér, að hún hefði verið tvo vetur í borginni við nám, enda var hún þannp|g í rpHu fasi og framgöngu, að þess voru ljós merki að hún hafði utngengist borgar- fólk og tamið sér háttu þeirra um snyrti- mennsku til æðis og klæðis. En samt var hún einkennilega hljóðlát, augun dreymandi, rétt eins og sumarkyrðin og rósemi náttúrunnar í kringum hana hefðu að nokkru leyli svæft eðlilegt æskufjör hennar og þrótt. Hún virt- ist lítið fara að heiman og ekkert samneyti hafa við unga fólkið í grendinni. Þegar mess- að var, kom inargt til kirkju og ég þóttist sjá að bændasynirnir litu hana hýru auga, enda bar hún af flestum stúlkum, sem ég sá. En hún heilsaði hóglát ti! hægri og vinstri, en gaf sig annars ekkeri að fólkinu og þann dag var hún engu örari eða upplitskátari en aðra daga. Ég gat mér þess í fvrstu til, að eitthvað amaði að henni, einhver leynd ástarsorg eða dulin þrá, en bráðlega fann ég það, að svona blómleg, rjóð og íturvaxin meyja gat ekki búið yfir sáruin trega, þess hefðu hlotið að að sjást merki í út!i i hennar. Einu sinni, þegar við séra Sveinn sátum og reyktum pípur okkar eftir kvöldve.ð, leiddi ég talið ;a,ð dóttur hans og var honum ljúft að tala um hana, því að hann unni henni hugástum. „Hún er meir un helft lífs míns“, sagði hann. „Þegar hún var í borginni, var ég á glóðum út af því, að nú kynni hún að brey'ast til hins v'erra, spillast, leiðast út í Iéttúð og soll borgarlífsins. Því er allt af svo hætt, sem fallegt er og ungt og óreynt, en guði sé lof, eins og þú hefir séð, þá er hún sama saklausa, yndislega svei’abarnið og hún hefir alltaf áður verið,. hún unir sér bezt heima, við skóginn og fuglana og ána. Henni þykir svo gaman að synda, að ég held, að hún baði sig í ánni á hverjum degi á sutnrin". „Já, þú hefir barnalán í ríkum mæli, Sveinn minn“, sagði ég, „en bráðum verður Rún dauðskotin í Hnhverjum bóndasyninum hérna í sókninni og þá er fuglinn floginn, trúlofun, gifting, búskapur, börn, og þú að hálfu leyli gleymdur“. Prestur brosti við, en sagði síðan alvar- lega.

x

Glettni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glettni
https://timarit.is/publication/1187

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.