Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1888, Síða 34
30
nema í Reykjavík, á ísafirði óg á Akureyri. fegar tekið er út af fyrir sig hvað allt
landið greiddi til barnaskóla, þegar þessir þrír kaupstaðir eru frádregnir, þá verður það :
1881 ...... 137 kr. 1883 ....... 500 kr.
1882 ...... 127 — 1884 ....... 1812 —
1885 ............ 3194 kr.
Ahugi almennings á því að koma upp barnaskólum, sýnist því vera tómur hugarburður
og ímyndun. 1885 voru heil 13 sýslufjelög sem ekki guldu einn eyri frá sveitarsjóðunum
til menntamála, og í hinum 6 sem nokkuð guldu voru það að eins einstakir hreppar, sem
greiddu nokkuð til skóla.
18. Útgjöld til refaveiða hafa verið:
1876—80 að meðaltali .......... 3430 kr.
Árið 1881 ..................... 6309 —
— 1882 ..................... 7222 —
— 1883 ..................... 5145 —
— 1884 ..................... 5524 —
— 1885 ..................... 5999 —
Meðaltalið 1876—80 er of lágt, af því árin 1876 og 1877 hefur þessi útgjaldaliður
ekki verið tilgreindur sjerstaklega í sveitareikningunum úr Norður- og Austuiamtinu.
19. Yvúsleg útgjöld hafa verið þessi ár:
1872—75 að meðaltali ......... 79738 kr.
1876—80 —..................... 76883 —
Árið 1881 .................... 72505 —
— 1882 .................... 70026 —
— 1883 .................... 93835 —
— 1884 .................... 88600 —
— 1885 .................... 80379 —
Sjerstaka stöðuga hreifingu á þessum útgjaldalið er ekki hægt að sjá fyrir öll árin.
Hann hefur gengið niður á við frá 1872—82, hækkar mjög mikið 1883, sem líklega stafar
af því að hrepparnir þá framar venju hafa orðið að lána fátækum mönnum til að halda
þeim frá sveit; frá 1883—1885 lækkar útgjaldaliðurinn aptur. Til upplýsingar viðvíkjandi
þessum útgjaldalið má taka það fram, að í honum felast: lán til þurfamanna, eða fá-
tækra, sem stundum eru borguð aptur, og stundum ekki, greptrunarkostnaður þurfamanna
og ómaga, kostnaður við fátækraflutning, styrkur sem veittur er utanhreppsmönnum til
bráðabirgða, kostnaður við málaferli og sendifarir fyrir sveitasjóðina, útgjöld viö hrepps-
nefndirnar, viðhald á þinghúsi hreppsins, eða þá þinghússleiga, o. s. frv.
20. Viðlagasjóðir sveitasjóðanna hafa verið eptir reikningum hreppanua:
1882 ................ 19126 kr.
1883 ................. 17562 —
1884 ................. 20447 — J
1885 ................. 25185 —
eða upphæðir sem ekki virðast hafa neina þýðingu í búskap sveitasjóðanna. 1885 áttu
heil 10 sýslufjelög ekkert slíkt fje, og af hinum sýslufjelögunum voru það að eins nokkrir
lireppar í hverju fyrir sig sem áttu fje í viðlagasjóði.