Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1894, Blaðsíða 130
126
Eptir skýrslunum um mannfjöldn 31. desbr. 1893 samanbornum við fólksfjöldan
við árslok 1892 vantar þannig alls 713 manns upp á fólkstölu þá á öllu landinu, sem búast
mætti við eptir skýrslunum um fædda og dána 1893, og ætti þessi mismunur að stafa af
því, að svo margir hafi flutzt út úr landinu 1893, um fram þá sem inn hafa fluzt. En
það þykir mega fullyrða, að útflutningur hjeðan af landi hafi eigi numið svo miklu árið
1893, og mun mismunurinn því jafnframt stafa af því, að skýrslur prestanna sjeu eigi
fyllilega nákvæmar.
Skýrslan um mannfjölda í verzlunarstöðum og kaupstöðum er dregin út úr skýrsl-
um prestanna um húsvitjanir og mannfjölda, á sama hátt og að undanförnu (sbr. Stjórn-
art. 1891, C. bls. 50 og Stj. 1893 C. bls. 115). Ura áreiðanleik skýrslunnar er sama að
segja eins og fram er tekið á hinum tilvitnuðu stöðum. Samkvæmt henni hafa 145, 4 af
hverjum 1000 landsbúum átt heima í kaupstöðum og verzlunarstöðum árið 1893, en árin
1891 og '92 var hlutfaliið 139°/», og hefur íbúum kaupstaða og verzlunarstaða þannig enn
þetta ár fjölgað tiltölulega meira en fólksfjöldinn yfir höfuð hefur aukizt á landinu.
Eins og fyrr eru kvennraenn tiltölulega fleiri í kaupstöðum og verzlunarstöðum
heldur en annarsstaðar á landinu. Af öllum landsbúum voru 1893 47,3 af hundraði karl-
menn og 52,7 af hundraði kvennmenn, en af kaupstaða- og verzlunarbúum voru 53,9
kvennmenn eða c. 12^ meira.