Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1895, Blaðsíða 98
96
í dilkinum »stofugögn« eru taldir sófar, stólar, borð, speglar, rúmstæði, kommóð-
ur og aðrar þesskonar hirzlur.
Með »öðru Ijósmeti# eru talin stearinkerti, vaxkerti, parafín o. fl.
Með »öðru eldsneyti« er talið cokes, cinders, brenri o. fl.
Með »saumavjelum« munu sumstaðar ptjónavjelar vera taldar.
Með »járnvörum hinum smærri« er talið ýmialegt smærra isenkram ónefnt í tölu-
liðunum á undan, svo sem meðal annars allskonar naglar og skrúfur, nálar, hnffar, gaffl-
ar, þjalir, skæri, hefiltannir, sagir, sporjárn, naglbítir, allskonar vír m. m. Ennfremur
kafflkvarnir, ullarkambar, brýni, púður, högl o. fl.
Me* »járnvörum hinum stærri«, er aptur á móti talið ýmislegt gróft isenkram,
áður ótalið, svo sem akkeri, járnhlekkir, byssur, skóflur og önnur jarðyrkjutól, hverfistein-
ar m. m. Með járnvörum er ekki talið efri í þjórsárbrúna 1894 sem vóg 164.700 pd.
Með »glysvaruingi« er átt við allskonar galanterivörur, hverju nafni sem nefnast,
þar á meðal spil, allskonar leikföng o. fl.
Með »öðrum ritföngum« eru talin brjefaumslög, blek, pennar, blýantar, lakk o. fl.
Með »farfa« er talið allskonar efni í farfa.
Með »tjöru« er bæði talin koltjara, hrátjara og stálbik.
í dálkinum »ýmislegt« er það talið, sem ekki hefur orðið heimfært undir nokkra
vörutegund á undan og sem ekki hefur þótt svo merkilegt, eða, fluzt svo mikið af almennt,
að þótt hafi taka því, að setja það í sjerstaka dálka.
II. Útfluttar vörur.
Smáfiskur og ýsa, hefur í skýrslum sumra kaupmanna alls eigi verið sundurliðuð
og er því eigi víst að sundurliðunin á þessum 2 vörutegundum sje allskostar nákvæm í
skýrslunum hjer að framan, þó eigi muni það skakka miklu.
Um dálkinn »ýmislegt« gildir sama og sagt hefur verið um tilsvarandi dálk í að-
fluttum vörum.
III. Verðlag á vörwn.
I vöruverðlagsskýrslunum er vöruverð talið eins og það var í sumarkauptíð að
meðaltali hjá helztu verzlunum í hlutaðeigandi verzlunarstað.
þar sem ekkert er tilgreint í skýrslunum hjer að framan, hafa hlutaðeigandi
kaupmenn eða verzlunarstjórar ekki getið um verðlag í verzlunarskýrslum sínum.
IV. Skipakomur.
þegar póstgufuskipin eða önnur vöruflutniugaskip koma á fleiri hafnir en eina í
sömu ferðinni eru þau aðeins á fyrsta verzlunarstaðnum talin með skipum frá ritlöndura,
en úr því með skipum frá öðrum höfnum á Islandi. Samt hefur þótt rjett að telja póst-
gufuskipin heldur í Reykjavík meðal skipa frá útlöndum heldur en í Vestmannaeyjum,
þó þau stundum hafi komið þar í leiðinni, með því að þau mestmegnis koma þar í póst-
erindum, en eigi vegna vöruflutnings.
Skip þau, sem skýrslur lögreglustjóra telja fisldskip eða komin af fiskiveiðum
eru ekki taliu með og heldur ekki herskip.
V. Fastar verzlanir.
lnnlendar eru þær verzlanir taldar, sem eru eign þeirra manna, er búsetu hafa
hjer á landi, en hinar útlendar.
Skýrslurnar um aðfluttar og útfluttar vörur eru eingöngu samdar eptir skýrslum
kaupmanna og verzlunarstjóra, sem lögreglustjórar eiga að votta að sjeu svo nákvæmar,
sem kostur er á, og samkvæmar vöruskrám skipanna. Skýrslur vantaði algjörlega fyrir
kaupstaðina f Suðurmúlasýslu og voru því fyrra árs skýrslur notaðar við kaupstaðina
Eskifjörð og Berufjörð.