Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1895, Side 138
136
Athugasemdir
við búnaðarskýrslurnar árið 1894.
Skýrslur þser, sem prentaðar eru hjer að framan um búnaðarástandið 1894, eru
teknar eptir samandregnum skýrslum sýslumanna, en hreppaskýrslurnar hafa eigi, heldur
en að undanförnu, verið við hendina til samanburðar, enda myndi þess eigi vera þörf,
þar sem þess mun vera gætt af hlutaðeigandi amtmönnum að hreppaskýrslurnar komi
heim við skýrslur sýslumanna. I hinum samandregnu skýrslum úr Norður- og Austur-
amtinu, vautar sem fyr, allar upplýsingar um tölu framteljanda og um tölu býla, og hefur
þvf hin fyrnefnda tala eigi orðið sett í skýrslur þessar, að því er þessi ömt snertir. En
tala býla í þeim fjórðungum er tekin eptir skýrslum næsta ár á undar, og svo er og
gjört í Dalasýslu, þar sem eins stóð á.
það er sama að segja um búnaðarskýrslurnar 1894 og búnaðarskýrslur undanfar-
andi ára, að mikið mun bresta á, að þær sjeu áreiðanlegar og mun mega telja víst, að
tölurnar eigi í flestum liðum að vera hærri en skýrslurnar tilfæra. þegar upplýsingarnar
um unnar jarðabætur eru undanteknar mun þó máske mega telja skýrslurnar fyrir 1894
ofurlítið vandvirknislegar úr garði gjörðar en að undanförnu. það er vonandi, að hinum
nýju lögum um hagfræðisskýrslur verði eptirleiðis beitt til þess að hrinda í lag hinu htrfi-
lega ólagi og hirðuleysi sem að undanförnu hefur átt sjer stað í þessu efni hjá mörgum
þeim, er átt hafa að safna til skýrslnanna, og að slíkar meinlokur og sjest hafa stundum
að undanförnu í búnaðarskýrslunum hætti að koma fyrir.
Til þess að fá sem stytst yfirlit yfir búnaðarskýrslurnar árið 1894, sem prentaðar
eru hjer að framan og afstöðu þessa árs við næstu ár á undan, er sett eptirfylgjandi
tafla, er sýnir samanburð á öllum þeim liðum er skýrslurnar innihalda, árin 1893
og 1894.