Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1895, Side 140
138
Nautgripir, &ð kálfum meðtöldum, voru á öllu laudinu samtals:
Árin 1889—1893 að meðaltali .......................... 20855
Árið 1894............................................ 21526
Sauðfje að lömbum meðtöldum var á öllu landinu samtale árin 1889—1893 að
meðaltali: ..... ..... ...............t........................... 686862
en árið 1894 785446
Hross samtals, að folöldum meðtöldum, voru á öllu landinu samtals.
Árin 1889—1893 að meðaltali ............. ........... 33278
Árið 1894 37616
Eins og getið var til í athugasemdum við búnaðarskýrslurnar 1892—1893 hefur
nautpeningi fjölgað aptur árið 1894 og liggur það einkum í því, að kálfarnir eru miklu
fleiri, er látnir hafa verið lifa. þ>annig voru árið 1893 eigi nema 1770 kálfar, en árið
1894 eru þeir 2689. Ylir höfuð reka menn augun í það í þessum skýrslum, að öllu ung-
viði hefur fjölgað tiltölulega mjög mikið þetta síðasta ár, þannig hefur gemlingum fjölgað
um allt að 40000 frá næsta árí á uudan og folöldum um freklega 600. Annars hefur
einnig sauðfje yfir höfuð fjölgað árið 1894 tiltölulega fullt eins mikið eins og undan-
farin ár.
f>ess var getið í athugasemdunum við síðustu búnaðarskýrslur, að sauðfje hefði
fækkað árið 1893 um frekar 28000 fjár frá því sem var árið 1892, en þá hafði fjölgun
verið mikil. Var þess getið til, að þetta myndi stafa af því, að útheysskapurinn árið
1892 var yfirleitt rýrari en árið á undan og að talan myndi ná sjer aptur í skýrslunum
1894, með því að útheysskapurinn 1893 var allgóður. |>etta hefur einnig komið fram,
og hefur sauðfjártalan gjört betur en ná sjer, þar sem fjölgunin árið 1894 nemur fjörutíu
og sjö þúsundum fjár, og verður því sauðfjeð hartnær prjátíu þúsundum fleira en nokkru
sinni áður á því tímabili er skýrslur eru til um það, eður síðan árið 1703.
Viðvíkjandi hrossum athugast, að árið 1893 var freklega 5300 hrossum fleira hjer
á landi, en árið 1889, en árið 1894, er allt að því 2000 fleira heldur en árið 1893.
Hrossatölunni heldur þannig jafnt og þjett áfram að fjölga, þrátt fyrir útflutniug þann
á hestum, sem á hverju ári á sjer stað.
Eins og að undanförnu er enn eigi mikið mark að taka á búnaðarskýrslunum, að
því er ræktað land suertir. Til dæmis að taka eru í skýrslunum árið 1894 alls engin tún
talin í 31 hreppi, og er það þó talsvert betra heldur en undanfarin ár. I 23 hreppum
eru engir kálgarðar nje annað sáðland talið árið 1894 og í allmörgum hreppum er svo
sáralítið talið bæði af túnum og sáðlandi, að varla nemur því er gjöriat á einu með-
alkoti.
Skýrslurnar um unnar jarðabætur, virðast að vera enn þá ófullkomnari árið 1894
en undanfarandi ár, því að þrátt fyrir öll búnaðar- og jarðræktarfjelög og styrk þann,
sem til þeirra er veittur úr landssjóði, eru unnar jarðabætur árið 1894 talsvert minni í
skýrslunum hjer að framan en árin 1892 og 1893.
Aptur á móti virðast upplýsingar um jarðargróðann í skýrslunum 1894 nokkru full-
komnari en næstu ár á undan, þó að mjög mikið vanti sýnilega á að þær sjeu nærri
rjettu lagi, einkum að því er rótarávexti snertir.
Taða er talin:
árin 1889—1893, að meðaltali ................... 432048 hestar
en árið 1894 .................................. 481918 —