Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1896, Blaðsíða 88
84
Sje þessi tafla, eins og hún núer;þegar búið er að leiðrjetta liana sett upp eins og
taflan um eignartekjurnar hjer að frainan lítur hún þannig út:
Tala Áætlaðar Frádregst Skattskyidar
gjald- tekjur af eptir 7. gr. tekjur af
þegna atvinnu laganna atvinnn
kr. kr. kr. kr.
1877—79 meðaltal . . ... 241 779000 201000 336000
1884—85 . . . . . 256 746000 206000 280000
1886—90 . . . . . 281 1028000 367000 314000
1891 ... 293 1160000 499000 364000
1892 . . . 313 1275000 552000 408000
1893 . . . 307 1333000 581000 440000
Taflan sýnir að atvinnu- tekj urnar hafa stigið stöðugt frá 1884— -85 og til 1893,
hvernig sem á hana er litið.
Eins og síðast var gjört þegar skyrslur þessar voru prentaðar, setjum við að lokun-
um yfirlit yfir meðaltekjur á hverju tímabili og hverju ári. Atvinnutekjur á hvern gjald-
enda voru:
Árin 1877—79 að meðaltali ............................ 2394 kr.
— 1884—85 — .............................. 2109 —
— 1886—90 — .............................. 2352 —
Árið 1891 ..................................... 2256 —
— 1892 ................................... . 2310 —
— 1893 ..................................... 2450 —
Þetta meðaltal er fundið með því, að það sem frádregst eptir 7. gr. laganna er dregið frá
hinum áætluðu tekjum og því sem út kemur deilt með tölu framteljanda.
Því miður synir þetta meðaltal ekki nákvæmlega hag gjaldþegnanna. Þeir embætt-
ismenn sem búa í sveit hafa arð af búskap eða útvegi, sem ekki er talinn með atvinnu-
tekjum. Annars sjest af skýrslunni, að menn hafa haft háar tekjur 1877—79, lægstar að
meðaltali 1884—85, að árin 1886—90 hafa verið há, enn að tekjurnar falla 1891, og hælcka
stöðugt síðan, svo að 1893 verður eitt með hæsta tekju-árunum. 1887 hefur verið talið áður
með 2492 kr. meðaltalstekjum sökum skekkju í skýrslunni, en'átti að vera 2403 kr., svo tekju-
árið 1893 er hæzta árið eptir 1883. Það eru verzlanirnar, sem borga meira nú en áður, og
svo einstöku kaupstaðarborgarar. Embættislaun í bæjum hafa lækkað.
Að endingu viljum við geta þess, að tekjuskatturinn sjálfur kemur ekki ávallt í
skýrslunum heim við landsreikninginn. Það kemur af því, að við höfum ekki getað tekið
tillit til athugasemda útgjaldamegin í tekjuskattsreikningunum, einkum þegar þær snerta fyrri
reikningsár. Ef það stendur til dæmis útgjaldamegin í reikningi: »Ófáanlegur tekjuskattur
N. N. frá fyrra ári 57.50«, þá eru þessar 57.50 dregnar frá í landsreikningunum, ef það er
óhjákvæmilegt að sleppa þeim, en ekki í skýrslunum lijá okkur. Stundum gátum við ekki
tekið til greina villur tekjumegin í reikningunum. Ef þar stendur t. d.:
Tekjuskattur af eign.........................kr. 556.00
Tekjuskattur af atvinnu......................— 309.00
Samtals kr. 875.00
Þá tekur landsreikningurinn upphæðina kr. 875.00 a., en við urðum að taka hverja upphæð-
ina rjetta fyrir sig. Hjá okkur verður því þessi skattur að eins kr. 865.00 a. eða 10 krón.
lægri en í landsreikningnum.