Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1896, Page 109
Stjórnartíðindi 1896 C, 23.
105
Eins og sjest af framanritaðri sk/rslu, liefir fólkinu fjölgað á árunum 1891—1895
þannig:
1 Suðuramtinu um 900 manns eða um 35 af hverju þúsundi (35%0)
- Vesturamtinu — 1465 — 85 (85%o)
- Norðuramtinu — 726 — 44 <44<>/oo)
- Austuramtinu — 381 — 37 (37o/oo)
Alls á landinu 3472 manns eða um 49 af hverju þúsundi (49%0)
Þannig er fjölgunin mest í Vesturamtinu (85 af þúsundi), en minnst í Suðuramtinu
(35 af þúsundi).
Sje mannfjöldinn 31. desbr. borinn saman við manntal það, sem fram fór 1. nóvbr.
1890, þá verður fjölgunin á árunum 1891—1895 eigi svo mikil, því að eptir skjrslunum um
manntalið 1. nóvbr. 1890 var fólkstalan þá:
I Suðuramtinu........................... 26433 manns
- Vesturamtinu...........................17110 -
- Norðuramtinu.......................... 16955 -
- Austuramtinu.......................... 10429 -
Samtals á öllu landínu 70927 manns
Sje nú álitið að mannfjöldinn hafi verið um áramótin 1890 og 1891 70927 (og að
manntalsskýrslur prestanna þá hafi talið of fáa menn á landinu), þá hefir mönnum fjölgað á
umgetnum 5 árum um 2522 eða 35°/00. Nú ber þess að gæta, að það er ofureðlilegt, að
hinar árlegu skyrslur prestanna telji nokkru færri menn á landinu, en í raun og veru eru
á því, því að þcir menn munu eigi orðnir svo fáir, sem eiginlega hvergi telja lieimili sitt, eða
þykjast stöðugt eiga heima annarsstaðar en þar, er þeir eru í þann svipinn, svo að líklegt
er að í árslok 1895 liafi vcrið fleiri menn á landinu, en talið er hjer að framan. Og mun
eigi óliklega til getið, að mannfjöldinn hafi þá verið orðinn 74000.
Fólksfjölgun í hinum lielztu kauptúnum á árunum 1891—1895 var þannig:
Fólksfjöldi Fólksfjöldi
31. desbr. 1890. 31. desbr. 1895. Mismunur
Vestmanuaeyjar 313 214 H- 99
Eyrarbakki 583 684 + 101
Keflav/k 227 278 + 51
Hafnarfjörður 615 529 -i- 86
Reykjavík .. ... 3751 4222 + 471
Akranes 492 718 + 226
Ólafsvík 225 328 + 103
Stykkishólmur 245 278 + 33
ísafjörður 724 851 + 127
Sauðárkrókur 123 221 + 98
Akureyri með Oddeyri 601 654 + 53
Húsavík 131 222 + 91
Seyðisfjörður 355 581 + 226
Eskifjörður 189 214 + 25