Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1898, Síða 197
193
Af slysförum dóu ;ills 1-39 þaimig: 125 drukknuSu (71 ógiptir, 47 giptir, 1 ógípt
kona, 5 ekkjumenn, 1 ekkja) 5 urSu úti (1 ógiptur, 1 ógipt koua, 3 giptir); 9 dáið af öðrum
slysförum.
Sltal nú getið hinna helztu sjúkdóma, sem komið liafa fyrir á árinu.
1. Lungnabólga (Pneumonia). Svo virðist sem lungnahólga hafi verið 'venju
fremur tfð um allt land; í skyrslum lœkna eru tilfærðir '265 sjúklingar og af þeiin dánir 45.
Flestir voru sjúklingarnir hjá G. Hannessyni (35, 3 dánir); G. Björnssyni (29, 7 dámr); Gísla
l’jeturssyni (19, 9 dánir); Sigurði Hjörleifssyni (11, 2 dánir, aunar þeirra holdsveikur), Helga
Guðmuudssyni (13, 4 dánir, 2 hörn, 2 fullorðnir). Gísli Pjetursson getur þess, að undir
áramótin hafi gengið þung kvefsótt og lungnahólga nmnnskæð mjög. Sig. Sigurðsson
getur þess, að tvö systkiui á sama bæ hafi veikst af lungnabólgu og dóu hæði og voru
húéakynnin þar mjög ljeleg. »Jeg var staddur yfir bróðurnum sjúkum, er systirin var borin
til grafar og brotnaði þá niður helmingur af haðstofuloptinu af því að 5 eða 6 konur höfðu
farið þaugað upp«.
2. Taugaveiki (Fb. typhoidea) hefur að vanda víða stungið sjer niður, en tekist
hefur að varna útbreiðslu hennar til muna. Alls eru tilfærðir í skýrslutmm 109 sjúklingar
og af þeim dánir 13. Langflestir veiktust í umdæmi Asgeirs Blöndals (24); þar tók
veikin alla fyrir á tveim bæjuin, en að eins 1 dó. Ásgeir segir svo: »ekki breiddist veikin út.
Jeg bannaði samgöugur við taugaveikisbæiua, ljet bera hregðir í gryfju, sent daglega var hcllt
í Creólín og karbólblöndu. Hús og föt ljet jeg viðra og þvo, bæirnir svældir með klórgufu«.
I umdæmi G. Hannessonur kom veikin upp á einum bæ og »sykti þar flest allt heimilis-
fólkið. Veikin hefur gengið áður einu sinni eða tvisvar á bæ þessum, sem er þröngur,
óþrifalegur og mannmargur eptir stærð húsakynna. Af bæ þessum barst veikin á tvo bæi í
grenndinni og lagði læknir varúðarreglur fyrir á þeim báðum. Veikin virðist nú liætt algjör-
lega (29. jan. ’98). Ellefu ínenn hafa veikst, 2 dáið«. 1 umdænti Helga Guðmuudssonar
kom veikin að eins upp á 1 bæ í Fljótum; »þar lögðust 5 af heiinllisfólkinu og dó 1 ung
stúlka úr henni, er fyrst tók sóttina, síðan veiktist systir hennar, þá vinnukona og öldruð
kona og síðast piltur 12 ára; lagði jeg ríkt á að hafa ekki samgöngur við' það heimili, enda
breiddist veikin ekkert út. Hvaðan veikin hefur borizt inn á heimilið er rnjer allsendis ó-
kunnugt«. 1 umdæmi Páls Blöndals veiktust 3 á sama bæ, þar sem taugaveikur sjúkl-
ingur hafði legið árinu áður (í Dec. 1896) og dó 1 á 9. degi; var það móðir sjúklingsins,
sem stundaði hann. Annarstaðar í umdæmiuu bar ekki á veikinni.
3. D í 1 a s ó 11 (Rubeola). Þessi veiki hefur að eins komið fyrir hjá Zeuthen og
tilfærir hann 75 sjúklinga. Hann álítur »að veikin hafi fluttst hingað með norsku skipi, sem
setti fólk á land lijer, enda hafði að sögn, eða það' frjetti jeg seinna, veikin vcrið í vor í
•Stafangri og að mig minnir í Færeyjnm, en ekki var það tilgreint í heilbrigðisvottorðum skipanna;
oitt skip, sem veikir höfðu verið á, var lagt í sóttvarnargæzlu hjer; fyrir óhlýð'ni og trassa-
skap eins hjeraðsbúa hjer, veitingamannsins, fluttist veikin með stúlku, sem hafði haft hana,
on sem hann sendi frá sjer, þót.t banuað væri, inn á 1 bæ á Innsveit, en samt tókst að af-
girða bæinn svo, að' veikin breiddist ekki út þaðan, þótt fleiri á því heimili fengi liaua. —
^ eikin yfirleitt mjög væg; byrjaði á sumum með hálsbólgu, á sumum með sótt og uppköstum«.
Af sjúklingunum dó enginn. Zeuthen var fyrst í nokkrum vafa um, hvort hjer væri um
dílasótt eð'a væga skarlatssótt að ræða.
4. Hlaupabóla (Varicella). Eins og fyrra ár liefur borið mest á þessum kvilla
i Isafjarðarsýslu (lijá Þorraldi Jónssyni), 41 tilfelli; þcssu næst hjá Helga Guðnmndss.
13 tilfelli.
25