Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1898, Blaðsíða 200
196
einn l>œ), fram í Kyjafjörð (einn bæ) og aö lokum inn í bæinn lijer (eitt hús). Lreknir og
syslumaður skipuöu þá vissa aðgrezlu meö samgöngur. MeSan aögæzlan við samgöngur lijelzt
tók algjörkga fyrir veikina í Oxnadalnum, Eyjafiröinum og bænum lijer, en einn bær syktist
að nyju í MöSruvallaplássinu, enda engin samgöngu aSgœzla skipuð milli breja ])ar. A bæ
þessum syktist eitm drengur.
Jafnskjótt og samgönguaðgæzlan var hafin samkvromt skipun landshöfðingja dags.
1. febr. 1897 breiddist veikin út að nyju. Fyrst barst hún út í SvarfaBardal með ferða-
mönuum úr MöSruvallaplássinu, síðan um alla Arskógsströnd og Þorvaldsdal. A hinum tveim
síðasttöldu stöðum var alis engin aögæzla ltöfð, þegar banninu lauk, enda breiddist veikin þar
ótrúlega fljótt út, nærfelt á hvern bre. Svarfdælingutn hafði læknirinn skrifað strax er frjettist
til veikinnar þar, og beöið þá að hindra útbreiðslu hennar þar. Hjerað er þar ákaflega
þjettbýlt, húsakynni víða miður góð og margir fátroklingar, en aptur langt og erfitt til lreknis.
Svo virðist sem hjeraðsbúar hafi farið mjög varlega, því veikin kom að eins á tiltölulega fáa
bæi eptir því, sem mjer hefur verið skýrt frá.
I byrjun júnímánaðar fluttist veikiti aptur inn í bæinn hjer með mönnum utan af
Árskógsströnd. Véikin var komin áður en varði um mestan hluta bæjarins, en ýmsir reyndu
að verja hús sín fyrir veikinni (amtmaður, læknir o. fl.). Það var næstum ótrúlegt, hversu
þetta heppnaðist, nærfelt öllttm, sent sýndu hina minnstu viðleitni, þrátt fyrir að þeir, er í
hlut áttu, umgengust fjölda manna á degi hverjum.
Engin af hinum svonefndu sóttvarnarmeðulum voru viðhöfð.
Ur bænum fluttist veikin á fáeina bæi í Eyjafirðinum, en lang-flestir fóru varlega
og vörðu heimili sín algjörlega.
Hve margir hafa dáið úr sýkinni, veit jeg eigi með vissu, en alls munu það hafa
veriö um 20 börn.
Veikiuni lauk eigi til fulls í hjeraðinu fyrr en í september 1897.
Ur hjeraöi þessu breiddist veikin út til Skagafjarðar (ineð skipum) og I'ingeyjarsýslii
(kaupstaðarferðir)«.
Gísli Pjetursson: ))Þegar kíghóstinn kom hingað síðast í maímánuði; hafði
hann gengið um flestar sy'slur landsins aðrar, og samgönguhannið var þá hafið, svo að engar
■ fyrirskipanir voru gjörðar til þess að hindra útbreiðslu, en jeg skrifaði nokkrum mönnum í hverri
sveit, og bað þá að reyna sjálfa og fá sveitunga sína til þess að reyna að verja heimili síti með
því að forðast samgöngur við þá bæi, er veikin hefði komist á, og samneyti við menn af þeim
bæjum. I framsveitum, My-vatnssveit, Laxárdal, Heykjadal, Bárðardal og Kinn höfðu menn
samtök um að reyna þetta og sluppu þrer sveitir við veikina að mestu leyti. Aptur á móti
gekk hún því nær á hverjum bæ í norðursveitunum. Veikin var ekki um garð gengin fyr
en í októbermánuði«.
Jón Jónsson: »Úr kíghóstanum dóu all-mörg börn veturinn 96—97, að mjer er
sagt, og í mafmánuði er jeg kom hingað, var kíghóstinn enn á nokkrum heimilum, þó hann
væri þá í rjenun, unz hann hvarf hjeðan í júlí og ágiist. Undir haustið frjettist svo til lxans
í Fjallahreppi, og um áramótin, er hann farinn að gjöra vart við' sig í Skeggjastaðalireppi«.
Stefán Gíslason: »Kíghósti gekk hjer fyrri part ársins. Útlit er fyrir, að
hann h.afi komið hingað norðan úr Þingeyjarsýslu. Veikst hafa að minnsta kosti yfir 100
börn, en sjálfur hef jeg sjeð um 40. Að eins tvö börn dóu, að því mjer er kunnugt. —
Veikin mun ekki hafa hætt algjörlega fyrr en í maí eða júní. Til að sporna við útbreiðslu
veikinnar var, að svo miklu leyti, sem hrogt var, forðast samgöngur við sýkta bæi, og auk
þess viðhafðar sóttvarnir, enda mun veikin ekki hafa borist nema á tæplega þriðjung af
heimilum í hjeraðinu«.