Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1898, Qupperneq 202
198
S i <í u r ö u r H j ö v 1 e i f s s o n: »Kíghóstin» fluttist liingaS yfir fjörðinn í byrjnn
jútimánaSar. Hann lagðist fremur ljett á börnin, var miklu vægari hjer en fyrir vestan fjörð-
inn. Sykin mátti heita um garð gengin hjer um slóðir í september«.
Björn Blönrlal: »Kíghóstinn iiarst liingað í jiilí, var mjög vægur, honum lokið
í septeml)or«.
Magnús Asgeirsson: »Kíghóstinn barst hingað frá Reykjavík með tökubqrn-
um lijeðan úr jarðskjálftasveituunm og lijelst við fram á síðastliðið sumart
Olafur Finsen: »Kíghóstinu harst liingað í janúarmánuði; hvaðan veikin hefur
l)orist verður ekki sagt með vissu. Þess skal getið að 7 fultorðnir á alrlrinum 15—25 ára
fengu veikina. Veikin byrjaði 29. jan. og endaði um miðjan okt. Tilraun var gjörð til að
stennna stigu fyrir útbreiðslu veikinnar, auglvsingar festar upp en þrívegis rifnar niður og
breiddist veikin jafnt og þjett út«.
14. Hettusótt (Angina parotidea). Þessi sótt barst hingað í maímánuði og skyr-
ir Þórður Thoroddsen þannig frá: »Sóttin barst með manni, sem kom frá Færeyjum.
Hafði liann fyrst komið lijer við land í Þorlákshöfn með gufubátnum »Oddi« 28. apríl, farið
þaðan upp í Kaldaðarneshverfið og verið þar 2 nretur, síðan til Reykjavíkur og þaðan suður
í Voga, þar sem hann var nætursakir á bœ einum, Tumakoti; fór hann síðan suður á Miðnes
að bæ í Hvalsneshverfi, er Móhús heitir. Þegar hann var búinn að vera þar eina nótt, varð
hann fyrst veikur. Var jeg þegar sóttur 5. maí og gjörði ráðstafanir til að brerinn vreri ein-
angraður og fjekk sainþykki landlreknis og landshöfðingja til þess. Var brerinn einangraður
til 7. júní, en á því tímabili fengu allir á bœnum fvrir innan tvítugt veikina, 5 börn og 3
unglingar. I Tumakoti kom veikin fram í unglingspilti 24. maí og á öðrum bæ þar nálægt,
Nyjabre, á unglingsstúlku, en stúlka þessi hafði verið nretursakir í Tumakoti einmitt sörnu
nóttina og maðurinn, scm bar þangað veikina. .leg einangraði þessa bœi á sama hátt og Mó-
hús, eptir að hafa fengið samþykki landtœknis og landshöfðingja, og hjelt þeim einangruðum
þangað til veikin var þar um garð geiigin 8 júní. A einum bœ í Vogunum, Stóru-Vogum,
kom veikin enn á einn pitt, sem þrátt fyrir samgöngubannið hafði haft afskipti af pilti frá
Tumakoti, er veikur var. Þessi bœr var líka einangraður svo og annar þar nálregt, Garðhús,
af þvf að pilturinn frá Stóru-Vogum hafði veriö þar nœtur sakir nóttina áður en veikin kom
fram á honum. Kkki urðu fleiri vcikir ii þessum bœjum og voru bæiruir því leystir úr sam-
göngubanninu C. júlí. A öllum þessum brejum var beitt hinum almennu sóttvarnarreglum,
sem fyrirskipaðar ern.
Frá engum þessara bæja barst hettusóttin frekar út og bar ekkert á henni í um-
dreminu fyrr cn i október. Þá urðu 2 nngtingspiltar veikir af henni í Minni-Vogum; höfðu
þeir dvalið á Vestfjörðum um sumarið, komið við í Reykjavík á ferð sinni suður og smittast
þar. Jeg gjörði ráðstafanir til, að samgöngur væru ekki viðhafðar við bre þennan, endabreidd-
ist húu ekkert út og bar hvergi á veikinni eptir það í umdreminu til ársloka«.
Friðjón Jensson segir: »Hettusóttin kom liingað í des. á Alptanes á Myrum,
með manni sunnan af Akranesi; liafði hún stungið sjer niður austan Langár seinni partinn í
sumar og í liaust; hún hefur verið lijer undur vœg«. v
Engin af tiininn öðrum lœknum nefna veikina.
15. Gulusótt (Icterus). Þess var getið í fyrri árs skyrslu að faraldur hefði verið
í nokkrum unulremum af gulu; álíku hefur brytt á þessn ári. Þannig segir Páll Blöndal:
»Fyrstu 4 mánuði ársins bryddi eins og árið áður, víða talsvert á gulusótt (iet. catarrh.) og
leituðu mín á þeim tíma 13 sjúklingar frá 11 brejum. A þessum brejum fengu og fleiri snert
af þessari umgangsveiki, er ekki leituðu lœknishjálpar; sjúklingarnir voru á aldrinum 5—30,
7 karlkyns G kvennkyns. Síðan ekki orðið vart við veikina«, Gísli Pjeturssou segir: