Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1898, Qupperneq 204
200
Þorvttldur Jóussou segir frá 48 ára gömlum bóuda á Hornströudum, sem liaföi fót-
brotnaö 16 dögum áður en lreknis var vitjað'. Þegar lœknirinn kom til lians, hafði eigi verið'
skipt um umbúðirnar frá því að þœr voru lagðar á í fyrsta skipti og mjög illa; var j)á efri
brotendinn i sköflungsbeiuinu kominn út úr skinninu og dauði kominn í hann og mikil
graptrarútfcrð úr sárinu; varð því að taka af honum " fótinn á sjúkráhúsinu á ísafirði. —
Þorvaldur segir og frá öð'rum manni, sem brotnaði bæði up|)handleggur og framhandléggur á
sömu raegin; var það Norðmaður frá einni hvalveiðastöðinni, sem var að' snúa vindu, til að
velta við hval, en vindau bilaði. l’áll Blöndal skyrir frá miklu meiðsli, sem kom fyrirákonu,
sem datt af liestbaki og braut í sundur vinstri fótlegg, sköflungsbeinið (tibia), rjett fyrir ofan
öklaliðinn, en sperrilegginn (fibula) nokkru ofar; hafði brot framan- og innanvert ttf sköfl-
ungsbeininu stungist út í gegn um húðina svo á henni var 7 Ctm.-langur þverskurður.
Sigurður Pálsson segir frá miklu -meiðsli á miðaldra konu, sem datt úr söðli við jraö, að fóta-
fjölin bilaði og kom konan standandi niður eptir því sem henni fannst, en báðir beinleggiruir
hrukku í sundur og skarst sköflungsbeinið (tibia) gcgn um húðina og sokkinn og niður í jörð'.
Skurðurinn var «‘5 þuml. langur og slagæðin (art. tib. antica) skorin í sundur, en þrystist
saman af tilviljun milli brotanna þar til jeg kom; hún gengur nú dálítið hölt.
21. L i ð h 1 a u p (Luxatio) hefur og komið’ all opt fyrir. Optast hefur gengið úr
lið'i um öxlina (1. lmmeri) nefnil. 22 sinnum, því næst um olnboga (1. cubiti) 6 sinnum;
fingur úr liði 3, viðbein 1 sinni; flest hafa koinið fyrir hjá Tómasi Helgasyni (5).
22. Skotsár (V. sclopetarium). Skotsára er getið' hjá 3 læknum. Havíð Þorst.son
segir svo frá: »Maður skaut sig af ógáti í hendi, eu var svo heppinn, að skotið fór ekki
nema í visifingur einan; hann var að troða með hlaðstokk í apturhlaðning, ofan á patrónu
með central-hvellhettu og fór skotið' náttúrlega fram úr; varð að taka af honum fingurinn«.
lljá Páli Blöndal kom það fyrir, að 15 vetra drengur hitaði byssuhlaup í eldi til að ná úr
jjví gömlu skoti; hljóp þá skotið af og nam að eins burt holdið af fingurgómi á hægri vísi-
fingri en skemmdi ekki beiuið. Þ. Thoroddsen getur ekki frekar um j)að skotsár, sem fyrir
hann kom.
Meiðsli. Zeuthen: »Einn sjúklingur hjó höfuðið allt með skaröxi frá nefinu
aptur á hvirfil í æði; jeg taldi 28 sár; uppi á höfðinu vorn sárin syo j)jett og djúp, að húð'
og beinstykki láu laus hvað innan um annað; vegna geðveiki var mjög erfitt að eiga við haun;
hann er nú alfrískur aptur og farinn að vinna að söðlasnn'ðum eins og áður«.
Asgeir Blöndal segir: »Kitt tilfelli af vulnus (sári) var einkennilegt, j)að var
unglingspiltur, sem var að stökkva yfir garð og hafði stuttan broddstaf í hendi. Pilturinu
hrasaði á garðinum, en stafurinn snerist í hendi hans, svo að broddurinn rakst innn á 6. rif
upp með næsta Intercostalrúmi og inn undir pleura (brjósthimnu). Batnaði við rúmlcgu og
Joðoformumbúðir«.
(1. Björnsson: »Einu sintii kom til nn'n háftöti af |)ilskipi með vuln. contus.
ani (marið sár í endaþarmsopinu); hann hafði verið að hægja sjer, datt aptur á bak svo
hnittilega að járngaddur í j)ilfarinu rakst upp í anus (endaj)armso[)ið)«.
Helgi Guðmundsson: »46 ára gamall maður datt af hestbaki og lenti Inst-
urinn ofan á kviðinn á honum; var maðurinn J)egar borinn til næsta bæjar og kvartaði um
mikinn sársauka um lífbeinið (os pubis); þetta var í septembermánuði; jeg var strax sóttur;
kvartaði maðurinu J)ii einkum um verk rjett yfir lífbeiuinu; kvaðst ekki geta kastað af sjer
vatni en þurfa j)ess; var mikill örðugleiki á því, að ná þvaginu með pípu en loks tókst það
og komu þá 4 pottar af j)vagi, lítið eitt blóði blandað; Ijetti lionum j)á í bráð, en kvartaði
um verk aptur í spjaldhrygginu. Eptir fáa klukkutíma fjekk hann ákafan verk allt í eiuu
í bakið og dó hálfum klukkutíma á eptir.