RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 17

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 17
SMÁMUNIR RM fyllist óbeit á þessum litla, borgin- ínannlega, háværa snáða. Það hefur verið svo friðsælt í gistihúsinu — fólkið svo hljóðlátt og fáskiptið. Og svo kemur hann einmitt í dag, þessi litli náungi, og friðurinn er úti. Hún stekkur niður í bátinn. Hún stjakar óþyrmilega við honum, þegar hann gerir sig líklegan til þess að koma á eftir henni. Það fara kippir um and- litið á honum, eins og hann ætli að fara að gráta, en svo sér hann sig um liönd og rekur upp hræðileg hljóð. Hún rær út að Eikieynni löngum áratogum. Klukkan er níu, þegar hún kemur aftur. Bjallan kallar gestina til morg- unverðar. En hún getur ekki matazt. Hún getur ekki setið kyrr. Hún getur ekki lengur rekið óttann af höndum sér. Nú veit hún — nú veit hún hér um bil. að hann muni ekki koma. Og enn eru eftir tveir klukkutímar — tveir kvíðvænlegir klukkutímar. Hún gengur fram og aftur um sval- irnar. Forstöðukonan kemur út og spyr hana, hvort hún ætli ekki að matast. Nei — nei, þakka yður fyrir, ekki núna. Hún getur ekki staðið kyrr, hún ambrar fram og aftur. Drengurinn staðnæmdist fyrir fram- an hana. Farðu frá, drengur, segir hún og tekur í öxlina á honum. Hann rekur upp vein, óþarflega hátt, hún kom varla við hann. Og nú segir hann: Eg skal arga svo hátt, að þú verðir heyrnarlaus, ef þú lánar mér ekki bát- inn. Forstöðukonan tekur um handlegg- inn á honum og leiðir liann burt. Hann spyrnir á móti. Hvaða drengur er þetta? spyr hún. Er hér enginn, sem hugsar um hann? Þau komu í gærkvöldi, segir for- stöðukonan. Móðir hans er veik, vesa- lingurinn. Hún situr þarna úti í stóln- um. Þetta er smávaxin kona. Andlitið kringlótt og vaxgult, augun stór, þreytuleg og sljóleg. Henni er auð- vitað vorkunn, hún er veik. En hún getur ekki að því gert, kvíðinn hefur altekið hana. Þó segir hún við dreng- inn: Eg skal lána þér bátinn, ef þú verð- ur vænn og kyrrlátur. Seinna. Ef manuna þín samþykkir það . . . Nei — núna, núna, æpir drengur- inn. Hún forðar sér upp í herbergið sitt. Hún fleygir sér þversum í rúm- ið og leggur augun aftur . . . Hún hrekkur við. Það er báturinn! Það er skerjagarðsbáturinn að gefa merki um komu sína. Hún veit ekki, hvort hún þorir það. En allt í einu sprettur hún upp, hleypur út. Hún gefur sér ekki tíma til þess að losa bátinn sinn. Hún hleypur niður á bryggjurnar. I þessum svifum kemur skipið fyrir oddann — það liggur ekkert á. En henni liggur á. Hún hleypur út með bryggjunum. Hún er herhöfðuð — ekki einu sinni með klútinn á höfðinu. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.