Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Page 5
bók tókst Ishiguro að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og hefur bókin komið
út á yfir 30 tungumálum.
K^azuo Ishiguro er 36 ára, fæddur 1954 í Nagasaki í Japan. Fimm
ára að aldri fluttist hann ásamt foreldrum sínum og tveimur systrum til
Englands, þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Á sjötta og sjöunda
áratugnum voru Japanar á götum Englands sjaldgæf sjón. Ishiguro minnist
ekki að hafa séð aöra samlanda sma á Englandi fyrr en um miðjan sjöunda
áratuginn. Japan varð því snemma eitthvað framandi og þokuhulið í vitund
Ishiguros.
Sem krakki segist Ishiguro alls ekki hafa lesið eða haft áhuga á
bókum. Hann ætlaði sér alltaf að gerast lagasmiður og söngvari. Fékk sér
gítar og lagði hart að sér við tónlistamámið. Fyrirmyndimar vom Bob
Dylan og Leonard Cohen.
✓
X lok sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda beindist áhugi
listhneigðra ungra manna í Englandi og víðar fyrst og fremst að rokkinu.
Myndlistin og leikhúsið nutu ákveðinnar virðingar en skáldsagnagerðin var
ekkiínáðinni.Skáldsagnagerðvar íhugumþessaungafólks frásagnirmið-
aldra kvenna af ástarævintýrum sínum. (Að vísu skám tvær konur sig úr í
breskri skáldsagnagerð, þær Margaret Drabble og Edna O ’ Brien sem sendu
frá sér frábærar bækur, en í kringum þær var sægur af lélegum eftirherm um.)
*■ Ef listhneigð ungmenni höfðu áhuga á bókmenntum eða vom eitthvað að
möndla við að skrifa þá settu þeir saman ádeilutexta við angurværa söngva
fremur en að reyna að berja saman bókmenntatexta. Á þessum ámm vom
þó ákveðnar bækur og höfundar í tísku og var mikilvægt að láta sjá sig
opinberlega með Steppenwolf eftir Hermann Hesse og bækur Camus eins
og Pláguna og Útlendinginn.
BJARTUR OG FRÚ EMILÍA • TÍMARIT
5