Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 7

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 7
skrifaði eins og Tsjekhov. Skyndilega var allt sem hann sendi frá sér fágað og hreint" Fyrrum kennarar hans, Malcom Bradbury og Angela Carter, tala um ritsnilld Ishiguros eins og stoltir foreldrar: ,d>að sem hann sendir frá sér er hljóðlátt, hógvært en ólgandi af krafti. Krafturinn í sögum hans felst í því hvað honum tekst að halda aftur af sér. Hann hefur fullkomna stjóm. Krafturinn er einnig fólginn í hinu nána sambandi sem hann myndar við lesandann. Aðsumu leyti líkist Ishiguro Jane Austin sem er einstaklega öguð. Hún hefur þessa full- komnu stjóm á fram- vindunni. Samt sem áður er til dæmis nýjastabóklshiguros, Dreggjar dagsins, einstaklega fyndin, nánast farsakennd." (Bradbury) „Allt yíir- bragð skáldsagna hans er svo tært, yfir öllu hvílir sædeiki. Ishiguro er ungur en skrifar á mjög þroskaðan máta.“ (Carter) ✓ .A.ðuren Ishiguro lauknámi sínu hjá Malcom Bradbury og Angelu Carter vom útsendarar Faber og Faber bókaútgáfunnar búnir að uppgötva hann og fengu hann til að skrifa undir samning við útgáfufyrirtækið. Faber og Faber gaf út smásagnasafh þegar Ishiguro útskrifaðist af ritlistamámskeið- inu. Að loknu námi kom Ishiguro sér fyrir í Cardiff og hóf að skrifa fyrstu skáldsögu sína, A Pale View ofHills. Sagan vakti strax adiygli breskra lesenda og þótti sérstaklega gott byrjendaverk. Gagnrýnendur tóku þennan unga höfund upp á sína arma og veittu bókinni The Royale Literature Award sem em verðlaun breskra gagnrýnenda fyrir besta byrjandaverk. Eins og í síðari skáldsögum Ishiguros er mikil kyrrð yfir stfl BJARTUR OG FRÚ EMILÍA • TÍMARIT S?-. 9

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.