Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 16
eftir Nóbel eins og páfi og lýsti yfir því að þeir sem héldu sig ekki við
epískan stíl íslendingasagna væru fábjánar, því þetta væri okkar tradisjón.
Þeir sem voru að gera eitthvað annað áttu bara að fara út í heim. Ég er þeirrar
skoðunar að Laxness hafi skemmt Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ég er viss um
að það hefði verið meiri töggur í honum ef Laxness hefði ekki heft hann.
Hann hafði svo mikið vald að hann stýrði gersamlega bókmenntasmekk
þjóðarinnar í fjöru'u ár fram til 1965. Þetta er mín prívatskoðun.
Þúsegiráeinum staðí greinum stöðu íslenskra bókmennta. „Djörfung
er eitt af megineinkennum stórra skáldverka. Þessa djörfung virðist
mér íslenska höfunda skorta tilfinnanlega.“ Hefur einhver stórhuga og
djarfur rithöfundur komið fram á íslandi á síðari árum?
Eftir að þessi grein var skrifuð hafa komið margir virkilega
stórhuga rithöfundar. Eins og ég sagði áðan komu fram á sjónarsviðið
nokkrir frábærir rithöfundar eins og til dæmis Guðbergur Bergsson, Jakobína
Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri á sinn hátt og Svava Jakobsdóttir. Það
sem S vava hefur lagt fram núna á síðustu árum, eins og Gunnlaðarsaga, er
snilld. Eg held að Gunnlaðarsaga séeittaf stórvirkjum aldarinnar. Það sem
hún hefur gert með mýtuna um Gunnlöðu sýnir dirfsku. Enda var sú bók
aðalefni bókahátíðarinnar í Gautaborg núna í haust. Við eigum svo sannar-
lega djarfhuga rithöfunda. Þó bókin hennar Steinunnar Sigurðardóttur,
Tímaþjófurinn, sékannski ekki eins merkileg og bækurþessara fjórmenninga
sem ég nefndi áðan, er það nokkuð markverð bók. Hún gerir djarfa tilraun
til að brjóta upp form og svo hefur hún þennan sérstaka tón. Mér fmnst Einar
Kárason, Einar Már og Pétur Gunnarsson hafa verið að gera nokkuð eftir-
tektarverða hluti þó ég setji þá ekki á sama stall og fjórmenningana.
Þórarinn Eldjám er sniðugur, hugkvæmur og uppfinningasamur en mér
finnst hann skrifa of mikið með heilanum. Ef hann gæti opnað hjartað þá
mundi hann gera stórmerkilega hluti. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Vigdís
GrímsdóttirogFríðaÁ.Sigurðardóttirerumikilskáldogsemjasérkennilegar
sögur. Svo eigum við vonameista, Gyrði Elíasson, hann fer alveg nýjar
lciðir; við hann bind ég miklar vonir.
í sömu grein vitnar þú í og tekur undir orð Kristjáns Karlssonar sem
segin „Við eigum í dag tvennskonar lifandi hefð í bókmenntum:
Ljóðræna hefö og frásagnarhefð. Okkur skortir tvímælalaust
heimspekilega og andlega undirstöðu í bókmenntir okkar og þessvegna
er svo mikil hætta á aö þær leysist upp í lýríska mærö og endalausar
frásagnir af fátæklegum atburðum úr þjóðlífinu.“ Er þetta raunin í