Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Síða 17
íslenskri skáldsagnagerð síðari ára?
Þctta hefur breyst mikið. Það er enn verið að skrifa sögur, en nú á
hugmyndafræðilegum grund velli. Leigjandinn og Gunnlaðarsaga eru dæmi
um þetta. Sömuleiðis Tómas Jónsson Metsölubók, Ástir samlyndra hjóna
og aðrar bækur Guðbergs. Og ekki má gleyma skáldsögum Thors
Vilhjálmssonar. Ég nefni sem dæmi Fljótt.fljótt, sagðifuglinn, Ópbjöllunnar
og Mánasigð. Laxness hafði þetta alltaf í sínum sögum en aðrir ekki. Menn
eru ekki lengur að segja sögu sögunnar vegna, heldur er kominn þessi nýi
hljómbotn sem ég var að lýsa eftir.
Hverjir hafa helst haft áhrif á þig sem rithöfund?
S
A ég ekki bara að segja Sófókles, Evrípídes og Eskýlos? Þeir hafa
haft gífurleg áhrif á mig, bæði bein og óbein. Þegar ég var í bókmenntanámi
í Bandaríkjunum lenti ég fyrir tilviljun hjá tveimur prófessorum sem voru
miklir áhugamenn um gríska harmleikinn. Ég fór alveg inn í þennan heim
þar. Annar Grikki hefur haft mikil áhrif á mig, en það er Kazantzakis sem
skrifaði Grikkjann Sorbas. í Bandaríkjunum lenti ég í kúrsi hjá besta vini
James Joyce og kannski hans besta túlkanda. Hann leiddi mig inn í heim
Joyce sem heillaði mig mjög. Þessi kynni mín af verkum Joyce urðu þess
valdandi að ég fór að þýða ÍDyjlinni sem kom út hér á landi fyrir nokkrum
árum. Það er hugsanlegt að ég fari að þýða hans stærsta verk, Ulysses, eftir
áramótin. Það væri stórkostlegt fyrir íslenska menningu ef hægt væri aö
koma þeirri bók á íslensku. Um leið og ég fór að lesa Pound og Eliot, þó
sérstaklega Eliot, þá bara gerðist eitthvað innan í mér. Ég var þá ungur
stúdent í Kaupmannahöfn og hafði aldrei séð þennan skáldskap. Ljóðin
gengu inn í mig, sérstaklega stuttu ljóðin eins og The Hollow Men og Ash
Wednesday og svo síðar77ie Waste Land. S vo var það þegar ég fór að huga
að þessari uppvaxtarsögu þá fór ég að lesa rithöfunda sem höfðu skrifað
eitthvað svipað, eins og Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Það getur
enginn íslendingur komist hjá ævilöngum áhrifum af Laxness þannig að ég
þarf nú ekki að nefna hann. Hann er náttúrlega stærsti áhrifavaldurinn af
þeim öllum. Ég las sjálfsævisögu Strindbergs og þar sá ég samskonar
mynstur og hjá mér. Hann verður prédikari og svo fær hann þetta svakalega
hatur á kirkjunni sem ég fékk þó aldrei. En á gamals aldri hallaði hann sér
aftur að trúnni, þá varþað hún sem skipti mestu máli í h'finu. Mér finnst hann
spennandi bæði sem rithöfundur og manneskja.
Er einh ver sérstök sögupersóna úr bókmenntum tuttugustu aldar sem
BJARTUR OG FRU EMILIA * TIMARIT
17