Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Qupperneq 24
J
ímyndað mér að ég geti skrifað í fyrstu persónu. Þegar þú skrifar dramatík
hefur þú ætíð svipi og hlutverk, og þú getur talað í gegnum þá. Þetta er
ástæðan fyrir að ég kýs dramatík — vegna svipanna. Ég get sagt einn hlut
og átt við hið gagnstæða.
Þú óskar þess ekki að taka eindregna afstöðu. Er það þess vegna
sem þér líkar að dramatísera mótsagnir?
/
Eg óska eftir að losa mig við mótsagnimar og það er auðveldara
í dramatík. Ég uppgötvaði merkilegan hlut þegar ég var að skrifa stuttan
prósatexta um sjálfsmorð konunnar minnar heitinnar. (Hún svipti sig lífi
1966). Fyrst skrifaði ég í þriðju persónu: ,Jíann kom heim og hann sá...“ Þá
áttaðiégmigáþvíaðþettavarheigulsháttursvoégbreytti setningunni: ,Ég
kom heim og sá hana...“ Annar hluti textans er minning frá lokum stríðsins.
Ég var á leið um bersvæði og mætti ungum þýskum hermanni. Hann var á
aldur við mig, 16 ára. Aldrei mun ég gleyma andliti hans. Hann leit út eins
og hæna. Hann hafði hænuandlit. Hann elti mig. Hann vantaði félagsskap.
Hann varð að eiga sér foringja. Þetta var hræðilegt. Ég reyndi að losa mig
við hann svo dögum skipti. Ég fór mjög illa með hann. Þetta var í fyrsta sinn
sem mig langaði til að drepa einhvem, einungis til að losna við hann. Hann
var svo máttfarinn og horfði á mig þrælsaugum. f textanum um sjálfsmorð
konu minnar reyndi ég einnig að skrifa um þessa reynslu. Ég lýsti morðinu
á drengnum. Ég drap hann ekki í raun og veru, en í þessum texta drap ég
hann nokkrum sinnum. Það var sérstök tilfinning að skrifa: ,JÉg tók
skófluna og klauf höfuð hans; ég sá blóðið spýtasL" Það er allt önnur
reynsla að skrifa svona lagað en að hafa tíu morð í leikhúsverki. Það er
miklu persónulegra.
H ver er ástæðan fyrir þ ví að þú skrifar svona stutta dramatíska
texta?
Fyrst skrifaði ég verk í fúllri lengd, sem fjallaði um raun veruleikann,
og ég skrifaði fyrir ákveðið leikhús, fyrir austur - þýska áhorfendur. En
smám saman varð ég einn vegna þess að það var ekkert leikhús sem vildi
sýna verk mín og engir áhorfendur sem komu að sjá og þá fór ég smám
saman að skrifa einh verskonar eintöl. Engin samtöl því ég sá ekkert leikhús
og enga áhorfendur. Ég fór að skrifa eintöl og undirtextinn varð meiri og
meiri og því meiri undirtexti þeim mun styttri varð sjálfur textinn. Textar
mínir eru oft skrifaðir þannig að hver setning eða önnur hver sýnir aðeins
24
BJARTUR OG FRU EMILIA • TIMARIT