Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 31

Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 31
4 Það er dagur og nótt kvöldið er turn úr sviðnum vængjum morgunninn útlimalaus skipsskrokkur á þurru dagur og nótt og líkami minn seigur undir tönn dauðans. 5 Fyrst var hann kona en kynfæri hennar voru blásvartur krossfiskur svo var hún drengur en limur hans var kuðungur rotinn í skel sinni nú fyrst skil ég að það var hafsjór sem ég saup á og beiskur safinn var hross dauðans í myrkrinu. 6 Flugurnar hafa sest kyrru fyrir á augunum á öxlunum á lífinu og bráðum verður rödd mín bústaður mosans maurarnir fylkja liði yfir velli ristanna ég kvikur af grænum dauða í svalandi myrkrinu. LJODORMUR 29

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.