Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 14
Ljóðormur Jón Kristófer: Kannski Ijóð? Eins og hraðskreiðir léttbátar trítla á öldum sundsins milli eyjanna, stiklum við á stundum bilsins milli upphafs og endis og fjarlægjumst öll hvert annað. Eins og varkárir farmenn sveigja um grynningar forðumst við endimörk skeiðsins, þar sem hvíldin bíður okkar og fjarlægjumst öll hvert annað, sem erum á sömu leið að sama, síþráða marki frá sama vanda og neyð. Því oftast nær er einhver skekkja í allra stefnu mun sjást. Hún miðast ekki við mflu en manngildi - sannleik og ást. 12

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.