Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 37

Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 37
Ljóðormur Ég er vegurinn sannleikurinn og lífið Nú ætla ég að skreppa útí bakarí og þegar ég kem aftur förum við í kaffi. Hann kom aftur braut brauðið skenkti kaffið og sagði: Sannlega segi ég yður þetta verður síðasta kaffipásan mín í þessu starfi ég ætla að snúa mér að öðru og aðeins einusinni héðanífrá mim ég komast í snertingu við Hamar og Nagla. Gekk so útí heitan morgiminn og hvarf í molluna. Hér er eins og sjá má vísað til frelsarans. En er hér ekki einnig saga okkar allra sögð? I lokaáfanganum eftir "síðustu kaffipásuna" komumst við í kynni við hamar og nagla. Kjartan slær einnig á aðra strengi en þá sem hér hefur verið lýst að framan. Hann lætur Lasarus taka hin fjölbreytilegustu mál til athugunar. Stórskemmtileg og haganlega gerð er nýgervingin Höft í kaflanum Lasarus ræðir skáldskap. Þar greinir hann frá þeim (skáldum) sem brynja sig kulda og ís til að leyna því sem innst býr af ótta við auglit ann- arra manna: í dag er fossinn í klakaböndum so hann missi ekki niðrum sig vatnið. En blessaður spéhræddi auminginn veit ekki hvað hann á í vændum: 35

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.