Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 22

Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 22
Ljóðormur Eeva Kilpi: Nokkur smáljóð (þýdd úr sænsku) Hugsaðu þér! Sagði ég þegar ég var viss, við eigum saman! Já, sagði hann! Að við skyldum hittast! Afganginn man ég. * Já, víst er til fegurð, víst er til ást, víst er til gleði. Allir þér sem eymd heimsins þjáir, verjið þau! * Þú breytir innri orðaröðinni í mér. Hafðu hljótt á meðan. * Segðu til ef ég trufla, sagði hann um leið og hann kom inn, þá fer ég á stundinni. Ekki nóg með að þú truflir, svaraði ég, þú ruglar tilveru minni. Velkominn. 20

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.