Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 23

Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 23
Ljóðormur Drauminn þar sem ég hangi, hangi og hrapa, er mig hætt að dreyma. Nú reika ég um á ókunnum járnbrautarstöðvum rogast með ferðatöskur andartaki fyrr en lestin leggur af stað. Flýttu þér, ég er að eldast. * Ég sofna með nafn þitt á vörum mér: Mogadon, Mogadon! En stundum ná hugsjónirnar undirtökunum þá fyllist ég bræði og hugsa: Svefnleysingjar allra landa! Sameinist! * Skógurinn langt í burtu sjóndeildarhringurinn í fjarska hrímaðar víðlendur á milli Einsemd mín nærri, rétt hjá, við hlið mér undir sænginni. * Þá sem guðirnir hata meira en kennara gera þeir að veðurspámönnum. I hvert sinn sem vindátt breytist finna þeir það í fótleggjunum. Alltaf þegar regn er í aðsigi eru þeir á grafarbakkanum. Hrafnar kuldans kroppa í herðar þeirra, læsa klónum í hnakkann, 21

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.