Víkurfréttir - 14.08.1980, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.08.1980, Blaðsíða 1
F&L Wkur 1. tbl. 1. árg. Fimmtudagur 14. ágúst 1980 fTÆTTIlQ Fær aldurslagasjóður lögheimili í Keflavík? Á undanförnum árum hefur skipastóll okkar Keflvíkinga og Njarövikinga minnkaö verulega, og meöalaldur skipa hér hefur óneitanlega veriö nokkuð hár miðað við annars staðar. Mikið hefur verið um það rætt að snúa þyrfti þessari óheillaþróun við, en ekki er hægt að greina að það hafi tekist. Nokkrlr fulltrúar eldrl kynslóöarinnar I Keflavíkurhöfn Nú á undanförnum mánuðum hefur fjölgaö skipum í Keflavík, en þrátt fyrir þessi skipakaup virðist ætla að ganga illa að yngja upp meðalaldurinn. Alls hafa verið keypt hingað 5 skipað undanförnu og er meöalaldur þeirra u.þ.b. 32 ár. Getur það varla verið kallað ýkjur þó aö þessi skip séu sögð komin til ára sinna. Skip þau sem hér um ræðir eru: Helgl S. KE 7. 228 tonna stál- bátur, byggður í A-Þýskalandi 1959 og vareinn af svokölluðum „tappatogurum". Eigandi er Heimir hf. Þetta skip vartil í Kefla vík fyrir nokkrum árum undir nafninu Danni Péturs KE 175. Möskvi KE 60. 16tonna eikar- bátur, byggður á (safirði 1942. Eigandi Gunnar Jóhannsson o.fl. Framhald á 8. síðu Keflavík og Njarövík: 550 manns misstu atvinnuna þegar frystihúsin lokuðu - en aöeins 100 eru nú á atvinnuleysisskrá Sl. föstudag voru 100 manns á atvinnuleysisskrá í Keflavík og Njarðvik, en samkvæmt könnun sem Verkalýösfélagið gerði nú fyrir skömmu þá kom þaö í Ijós aö um 550 manns misstu at- vinnuna er frystihúsin hér lok- uðu. Af þessum hóp voru 370 manns í frystihúsunum sjálfum og viö humarvinnslu, og samfara lokun frystihúsanna misstu um 180sjó- menn vinnuna. Astæðurnar fyrir þvi að aðeins 100 manns af þeim 550 sem atvinnulausir eru hafa látiö skrá sig atvinnulausa eru margvís- legar, þó aðallega þær aö ef tekj- ur maka sl. 12 mánuði hafa veriö meiri en 5.7 millj. þá fást engar bætur, svo og að ef viðkomandi hefur verið í skóla á árinu og hefur ekki lokið námi, þá hefur hann ekki rétt á bótum. Þetta ástand sem nú rikir hér mun eflaust koma illa niður á skóla- nemendum sem höfðu fengið sér sumarvinnu í frystihúsunum til að afla sér tekna fyrir veturinn. Ekki er laust við að manni finn- ist eitthvað bogið við þá atvinnu- leysisskráningu þar sem aoeins 100 nöfn eru á iista þegar rúm- lega 500 manns missa atvinnuna, og það hlýtur að vera orðið tíma- bært að breyta þessu skráning- arfyrirkomuiagi þannig, að þegar verið er að tala um fjölda atvinnulausra þá sé átt við þá sem eru atvinnulausir en ekki aðeins þann minnihluta sem á rétt á bótum, því það er alger fölsun. Ekki liggur enn Ijóst fyrir hvort frystihúsin fara aftur í gang eftir miðjan mánuöinn, en þau lokuðu öll nema Sjöstjarnan hf. í Njarð- vík, sem starfar af fullum krafti við vmnslu atla þriggja snur- voðabáta og við það starfa um 80 manns fyrir utan sjómennina. Svartbak- urinn heimtar sitt Að undanförnu hafa margir veitt því athygli, hve svartbakur- inn hefur verið óvenju aðgangs- harður í fæðuöflun sinni. Stafar þetta eflaust af því aö frekar lítið hefur verið um að vera í fisk- vinnsluhusunum og Fiskiðjunni aö undanförnu og þvíhefurhann ekki getað róiðásín heföbundnu mið eftir fæðu. Ekki er það orðin óalgeng sjón að sjá svartbakinn í húsagörö- um önnum kafinn við að gæða sér á öllu þvísem af boröum borg aranna hefur fallið, og má segja að missi maður eitthvað þá sé betra að vera snöggur að ná þvi aður en svartbakurinn kemur og rænir þvi. 0?i Suðurnesja- tíðindi stopp Útgáfa Suðurnesjatiðinda hefur leglö nlörl siðan i byrjun júnl sl. Ástæöurnar eru margvls- legar og er ekki ætlunin að ræða þær frekar hér. A6 undanfömu hafa verlð gerðar nokkrar tll- raunir tll að hef]a útgáfuna aö nýju, sem allar hafa mlstekist. Hvort Suðurnesjatiöindl elga aftur eftlr afi sjá dagsins Ijós mun timlnn elnn leiða i Ijós. Ráðinn að- stoðarkaup- félagsstjóri Guðjón Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri við Kaupfélag Suðurnesja frá 1. júli sl. GuðjónerfædduríSandgerði, 26. ágúst 1943. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja sum- arið 1958. Stundaði síðan nám í Samvinnuskólanum árin 1961- 1963, og var ráðinn skrifstofu- stjóri Kaupfélagsins árið 1963. Guðjón hefur átt sæti í baejar- stjórn Keflavíkur síöan 1974 og hefur unnið margháttuð störf fyrir bæjarfélagið. Eiginkona Guðjóns er Asta R. Margeirsdóttir og eiga þau 3 börn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.