Víkurfréttir - 14.08.1980, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 14. ágúst 1980 3
OLÍUHÖFN í HELGUVÍK
Eldsneytisleiðslur varnarliðsins frá Keflavíkurhöfn að Keflavíkur-
flugvelli standa í vegi fyrir skipulagi hafnarsvæðisins í Keflavík
og íbúðasvæðis í Njarðvík
Nýlega héldu bæjarráð Keflavfkur og Njarðvikur samelglnlegan fund
þar sem ræddar voru fyrirhugaðar framkvæmdir vegna aðstöðu tll
uppbyggingar uppskipunar- og geymslu á eldsneyti í Helguvík.
Meðfylgjandi ályktun var samþykkt og send utanrikisráðherra:
..Sameiginlegur fundur
bæjarráða Keflavíkur og Njarð-
víkur, haldinn fimmtudaginn 31.
júlí, fagnar þeirri ákvörðun utan-
ríkisráðherra að hefja undirbún-
ing að framkvæmdum við
oliuuppskipunarhöfn i Helguvík.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir
ánægju sinni með mikil og góð
störf nefndarinnar sem vann að
undirbúningi málsins.
Bæjarráðin benda á að tillög-
ur nefndarinnar eru í meginatrið-
um í samræmi við óskir og
ályktanir bæjarfélaganna sem
árum saman hafa farið fram á úr-
A ári trésins:
Keflavíkur-
bær úthlutar
14 hekturum
til gróður-
setningar
( tilefni af ári trésins hefur
Keflavíkurbær ráðstafað um 14
hekturum lands til félagasam-
taka til gróöursetningar trjáa í
bæjarlandinu. Áætlað er að
svæöi þetta verði í framtíöinni
bætur í þessum málum, og
bendir í því sambandi á eftirfar-
andi samþykkt bæjarráðanna frá
20. marz 1978: ,,Á undanförnum
árum hafa farið fram umræður
og kannanir á milli Keflavikur-
bæjar, Njarðvíkurbæjar og Varn-
armálanefndar um möguleika á
að eldsneytisleiðslur varnarliðs-
ins frá Keflavíkurhöfn að Kefla-
víkurflugvelli verði fluttar með
tilliti til þess að leiðslurnar
standa í vegi fyrir skipulagi
hafnarsvæöisins í Keflavík og
íbúðasvæðis i Njarðvik.
Á síðastliönu ári skemmdist
útivistarsvæði innan bæjarmark-
anna.
Tvö félagasamtök í Keflavik,
Lionsklúbbur Keflavíkur og Aust
firðingafélag Suðurnesja, hafa
þegar hafiö gróðursetningu á
svæðinu, sem er allt opið svæði
milli Flugvallarvegar og Vestur-
götu. Þá hefur Keflavikurbær
ákveðið að verja um 20 milljón-
um sérstaklega til lagfæringar á
útivistarsvæði við minnismerki
sjómanna ofan við Gagnfræða-
skólann og hefur verið unnið að
þeim framkvæmdum undan-
farið. Auk þess verður gert átak
víðs vegar um bæinn til fegrunar
hans.
olíuuppskipunarbryggja í Kefla-
vikurhöfn í óveðri og í framhaldi
af því var óskað eftir því af stjórn
Landshafnar Keflavíkur og Njarð
víkur, að ákvörðun yröi tekin um
framhald uppskipunar á elds-
neyti í höfninni. Bæjarráð Kefla-
víkur og Njarðvíkur hafa leitað
umsagnar nokkurra rikisstofn-
ana um málið. Fram kemur i áliti
þeirra að nauðsynlegt sé að
kanna aðrar leiðir til uppskipun-
ar á eldsneyti og er bent á tvo val-
kosti, Helguvík og Innri-Njarð-
vík. Bæjarráðin eru sammála um
að leggja til við samstarfsnefnd
um skipulagsmál, aö hún láti
gera ítarlega könnun á því hvort
fært sé aö gera í Helguvik upp-
skipunarhöfn fyrir eldsneyti og
að upp af víkinni á „Berginu"
verði útbúið tankasvæði fyrir allt
eldsneyti sem um er rætt.
Nefndinni verði falið að flýta
þessu verkefni og taka þaö sér-
staklega til meðferðar, svo að
unnt verði að taka sem fyrst
ákvörðun um framtíðarstaö fyrir
uppskipun og geymslu eldsneyt-
is á svæðinu" (tilvitnun lýkur).
Bæjarráð Keflavikur og Njarð-
víkur ítreka fyrri samþykktir sín-
ar í þessu máli og benda jafn-
framt á þá miklu mengunarhættu
sem vatnsbólum bæjanna
stafar af núverandi olíugeymum,
sem eru orðnir gamlir og hættu-
lega nálægt byggö, en í fjölda ár
hafa bæjaryfirvöld bent á þessa
hættu og krafist úrbóta.
Mörg undanfarin ár hefur öllu
eldsneyti sem notað er vegna
farþegaflugs frá Keflavíkurflug-
velli, verið ekið um Reykjanes-
braut frá Reykjavik og
Hafnarfirði. Akstur þessi hefur
valdið miklu sliti á Reykjanes-
braut og skapar mikla slysa-
hættu á þjóðveginum.
Bæjarráðin leggja áherslu á að
öll framangreind atriði séu höfð í
huga við endanlegar ákvarðanir
og skorar á stjórnvöld að kvika
ekki frá ráðgerðum framkvæmd-
um í Helguvík.
Það fer ekki á milli mála að hér
er stórmál á ferðinni fyrir okkur
Suðurnesjamenn og um þetta
hefur mikið verið ritað og rætt
hér á undanförnum árum.
Eflaust eru flestir Suöurnesja-
menn orðnir nokkuð langþreytt-
ir eftir að góö lausn fáist á þessu
máli, og skorar blaöið á bæjar-
ráðsmenn í Keflavík og Njarðvík
að fylgja þessu máli fast eftir, þó
að á brattann sé að sækja.
Njarðvík:
Innbrot
f mann-
lausa íbúð
Laugardaginn 2. ágúst sl. var
brotist inn í mannlausa íbúð að
Borgarvegi 5 í Njarðvík. Húsiö
var læst, en farið hafði verið inn
um þvottahúsglugga, upþ á loft
og inn í stofu og stolið þar ferða-
útvarpstæki.
Aldrei er of oft brýnt fyrir fólki
að ganga vel frá öllum gluggum
og hurðum áður en það yfirgef-
ur híbýli sín til lengri eða
skemmri dvalar.
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur
FERÐAÁÆTLUN
Sandgerði — Keflavík — Reykjavík.
Frá Frá Frá
Sandgerði Keflavík Reykjavík
9,00 6,45* 9,00*
12,45 9,30 13,30
15,00** 13,30 15,30
17,00** 15,30 17,30
19,00** 17,30 19,00
19,30 23,00
*) Ekki helgidaga.
**) Ekið um Miðnesheiði, annars
um Garð.
Aukaferðir á helgidögum: Frá Keflavík kl. 12,00 og 22,30. Frá Sandgerði kl. 22,00. Frá
Reykjavík kl. 10,30 og 24,00.
Nýársdag, föstud. langa, páskadag og hvítasunnudag er fyrsta ferð kl. 12,00 frá Keflavík.
Kjörorðið er:
ÖRYGGI
ÞÆGINDI
HRAÐI
Afgreiðslur okkar eru:
í Reykjavík í Umferðarmiðstöðinnl
sími 22300.
I Keflavík að Hafnargðtu 12
síml 1590.