Víkurfréttir - 11.09.1980, Side 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 11. september 1980 5
Fjölbrautaskóli Suöurnesja settur:
Tímabært að móta framtíðar-
stefnu skólans á öllum sviðum
- sagöi skólameistari í skólasetningarræðu sinni
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
var settur i Samkomuhúsinu
Garöi 1. sept. sl.
Þóröur Gislason sveitarstjóri
þar, flutti ávarp af hálfu Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesj-
um, og Ester Ólafsdóttir lék á
slaghörpu verk eftir Debussy.
Síöan flutti Jón Böövarsson
skólameistari, skólasetningar-
ræöu og gerði þar grein fyrir
þeim framkvæmdum sem fram
hafa farið í sumar og getiö hefur
verið hér í blaöinu áöur. ( lok
ræðu sinnar sagði Jón:
....Áður vék ég að þvi að nú
er timabært að móta framtíðar-
stefnu skólans á öllum sviðum.
Ég nefni nokkra þætti þess verks:
1. Gera þarf áætlun um
hvaöa námssvið og brautir og
einstakar kennslugreinar þykir
æskilegt að hafa í boði á vegum
skólans.
%. ( tengslum við þá áætlun
þarf að ákvarða húsnæðisþörf-
ina - bæði vegna kennslu og ann-
arrar starfsemi. Ég minni á að
hingaö til hafa engar umræður
oröiö um samkomusal, húsnæði
fyrir félagsstarf nemenda, mötu-
neyti og fleira.
Litlum sport-
báti ásamt
áhöfn
bjargað
Sl. laugardag var litlum
sportbáti, Sæör, bjargað frá því
að reka upp í klettanafyrirneöan
Fiskiöjuna.
Það var kl. rúmlega 2 á laugar-
daginn að tveir fullorðnir karl-
menn ásamt barni fóru á bátnum
frá Keflavíkurhöfn og ætluöu inn
í Njarðvík, en er þeir voru komnir
rétt út fyrir hafnargarðinn brotn-
aði stykki í gír bátsins með þeim
afleiðingum aö hann tók að reka
i átt að klettunum, enda var norð-
an garri og þó nokkur straumur
þarna. Það varö mönnunum til
happs, að menn er voru að
störifum í höfninni urðu fjótlega
þess áskynja hvað var á feröinni.
Vélbátarnir Hvalsnes og Óli Toft-
um fóru bátnum til hjálpar, en þá
átti sportbáturinn aðeins ófarna
nokkra metra upp í klettana.
Pétri Sæmundssyni á Óla Toft-
um tókst að sigla það nærri aö
hægt var að koma taug í bátinn
og draga hann frá klettunum og
til hafnar.
Ekki var áhöfn sportbátsins
meint af þessu, en óhætt er að
fullyröa að illa hefði getað farið
ef ekki hefði sést strax til báts-
in. - epj.
3. Koma þarf fastri skipan á
ýmis stjórnunarleg atriði - til
dæmis varöandi starfsskiptingu
og valdsvið ráðuneytis, skóla-
nefndar, skólastjórnar, kennara-
funda, deildarstjóra og einstakra
starfsmanna svo sem skóla-
meistara, aðstoöarskólameist-
ara, áfangastjóra o.s.frv.
4. Hyggja þarf að ýmsum
menningarlegum þáttum sem
afskiptir hafa verið til þessa í
starfsemi okkar. Hérervíðlendur
akur óplægður, og reinarnar
geta orðið margar ef haglega er
unnið. Mér er fleira í hug en
frjálst félagsstarf nemenda,
skipuleg kennsla í bókmenntum
og listum og fyrirlestrar eða
heimsóknir menningarhópa. Ég
tel að einnig þurfi að koma á
tengslum við stofnanir sem til
eru, svo sem Byggðasafn Suður-
nesja og áhugafélög eða hópa
eins og leikfélögin á skólasvæö-
inu og myndlistarhópinn sem
kenndur ervið Baöstofuna. Skól-
inn getur bæði veitt margháttaða
aðstoð og notið góðs af slíkri
samvinnu. Samstarf aöila sem til
skamms tíma unnu án tengsla
við aðra á takmörkuðum vett-
vangi bar ríkulegan ávöxt á
Menningarvöku Suðurnesja sl.
vor. Vel grunduö og markviss
starfsemi í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja gæti a margan hátt
komið að góðu gagni. Hér sem
víðar eru orð til alls fyrst, en þau
eru lítils virði nema athafnirfylgi.
Safna þarf saman hugmyndum,
velja síðan úr - og virkja loks alla
tiltæka krafta til athafna.
Skólanefnd FS fór þess á leit
fyrir skömmu að Kennarafélag
skólans kysi eins konar þróunar-
nefnd sem semdi ályktun um
stefnu og starfsemi skólans í
framtíðinni og reifaði síðan á
fundi með skólanefndinni í októ-
bermánuöi n.k. Stjórn Kennara-
félagsins tók hugmyndinni vel.
Ég beini nú sams konar tilmæl-
um til annarra aðila sem að skól-
anum standa, sveitarfélaga og
nemendaráös. Jafnframt er
æskilegt að fleiri aðilar komi hér
við sögu - bæði félagasamtök og
áhugasamir einstaklingar.
Vera kann að sumum finnist
helst margir til kallaöir - en ég er
ekki á því máli. Ég minni á að
margir hafa unnið að framgangi
skólans þau fjögur ár sem hann
hefur starfað - og talsvert hefur
áunnist vegna þess að aðstand-
endum hans hefur þótt betra að
feta bratta stiga en sléttar götur,
enda liggja ekki aðrar leiðir upp á
háa tinda. En þangaö liggur
leiðin."
Nemendafjöldi veröur nú svip-
aður og á síðustu haustönn, en
ekki er unnt að nefna tölu ná-
kvæmlega sökum þess að á
síðustu dögum hafa streymt að
nemendur sem hafa ekki látiö til
sín heyra fyrr, og reynt eraðtaka
þá inn i skólann eins og kostur
er. Jafnframt er vitað um nokkra
nemendur sem voru búnir að láta
skrá sig en ekki koma, heldur
fara í aðra skóla eða fresta námi
til áramóta af ýmsum sökum.
Frá skólasetningu Fjölbrautaskólans í Garði
KEFLAVÍK
Gjaldendur út-
svara og aðstöðu-
gjalda, athugið
15. september n.k. eindagast allar eftir-
stöðvar útsvara og aðstöðugjalda ef um
vanskil er að ræða.
gerið skil í tíma og forðist þannig auka-
kostnað og önnur óþægindi.
Innheimta Keflavíkurbæjar