Víkurfréttir - 23.10.1980, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 23.10.1980, Qupperneq 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. október 1980 3 Hljómplötu- og hljómtækja- deild Fatavals stækkar Eins og vegfarendur viö Hafn- argötu hafaoröiðvarirviðstanda nú yfir miklar breytingar hjá versluninni Fataval. Unniöervið aö skipta um gler og glugga- karma auk þess sem unnið verður við lagfasringu á framhlið verslunarinnar. Þá hefur verslunin einnig tekið stakkaskiptum innandyra, því þar hafa verið gerðar umtals- verðar breytingar og við þær hefur gólfpláss aukist til muna. Hljómplötu- og hljómtækja- deildin hefur verið stækkuð verulega og vöruval þar aukiö. Þá hefur verið ráðinn nýr starfs- maður til að annast þessa deild, en það er Davið Jónatansson, sem er hljómplötusöfnurum aö góðu kunnur. Hleypur 10-15 kílómetra á dag (vor og sumar bar all nokkuð á góðum trimm-áhuga meðal bæj- arbúa. Nokkuð var algengt sjón að sjá fólk á hjólum, að skokka eða á göngu. Nú viröist hins vegar að mestu vera dregið úr þessu, þó með fáum undantekn- ingum. Ein af þessum undantekning- um er hin athyglisverða frammi- staða Grétars Árnasonar, sem er sjómaður og stundar sjóróðra á m.b. Gunnari Hámundarsyni. Hann lætur það samt ekki aftra sér frá því að hlaupa á hverjum einasta degi 10-12 kílómetra i hvaða veðri sem er, og hefur hann stundað þetta hlaup í um 7 mánaða skeiö. Einn daginn ekki alls fyrir löngu þegar veðrið var hvað verst, hljóp hann í einni lotu frá Keflavik, út í Garð, þaöan til Sandgerðis og heim aftur, alls um 20 km. Stóran hluta leiðar- innar var hann með rokið í fangiö, en samt tók það ekki nema um 2 klukkutíma að hlaupa vegalengd þessa. (viötali við blaðið nýlega sagð- ist hann vilja hvetja aðra bæjarbúa til að koma út að hlaupa, því holltværi það, en eftir hlauþið út í Sandgerði á dögun- um hefði hann ekki einu sinni pústað. En þeim árangri námenn ekki á einum degi heldur ættu þeir að byrja á stuttum vega- lengdum og bætasigsíðan smátt og smátt. Undir þessi ummæli Grétars tökum við og hvetjum fólk til að halda áfram trimminu, ekki aðeins á sérstökum trimmdög- um, heldur alltaf þegar tök eru á. AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER 1760 Iðnaðarmannafélag Suðurnesja AÐALFUNDUR Aðalfundur Iðnaðarmannafélagsins verður hald- inn fimmtudaginn 6. nóvember n.k. kl. 21 í húsi fé- lagsins, að Tjarnargötu 3, keflavík. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kynning á meistaraskóla 3. Önnur mál ÁRSHÁTIÐIN Árshátíð félagsins verður haldinn í Stapa, föstu- daginn 7. nóvember n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. MATSEÐILL: Heitir og kaldir réttir í miklu úrvali. SKEMMTIATRIÐI Hljómsveit Gissurar Geirssonar leikur fyrir dansi til kl. 2. Húsið opnað kl. 19. Aðgöngumiðar seldir og borð tekin frá föstudaginn 31. október milli kl. 16 og 19 í húsi félagsins. FÉLAGAR! FJÖLMENNUM OG TÖKUM MEÐ OKKUR GESTI. Stjórn - Skemmtinefnd Suðurnesjabúar Tökum að okkur alla innrétt- ingasmíði eftir ykkar ósk. ÖNNUMST: alls konar byggmga- framkvæmdir og viðgerðir. SELJUM: SMÍÐUM M.A.: Útihurðir, svalahurðir, bílskúrshurðir, glugga, lausafög í glugga, sólbekki. Saum, kítti, skrúfur, gluggalista o.m.fl. Gerum föst tilboð ef óskað er. Húsabygging hf. - Trésmiðja Garði - Sími 7140

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.