Víkurfréttir - 06.11.1980, Síða 1

Víkurfréttir - 06.11.1980, Síða 1
s s 5 ilÍKUR 7. tbl. 1. árg. Fimmtudagur 6. nóvember 1980 rEÉTTIC Nýja íþróttahúsið í Keflavík tekið í notkun um helgina Nú um helgina verður nýja íþróttahúsiö í Keflavík tekió formlega i notkun og veröur húsiö vígt á laugardaginn. At- höfnin hefst kl. 13.45. Dagskrá vígsluhátíðarinnar veröur sem hér segir: Laugardaginn 8. nóv.: Barnalúörasveit leikur nokkut lög kl. 13.45-14. Víglsuhátíöin sett kl. 14. Hafsteinn Guðmunds- son kynnir. Páll Jónsson form. bygginganefndar hússins, flytur ávarp og afhendir síöan fulltrúa bæjarstjórnar Keflavíkur iþrótta- húsið. Ávarp fulltrúa bæjar- stjórnar. Séra Ölafur Oddur Jónsson. Ávarp íþróttafulltrúa. Karlakór Keflavíkur syngur. Húsið til sýnis. Kaffiveitingar fyrir boösgesti í Gagnfræöaskól- anum í Keflavik. Sunnudaglnn 9. nóvember. Samfelld iþróttadagskrá frá kl. 10-17. Nemendur barnaskólans munu keppa í íþróttum frá kl. 10-14. (þróttabandalag Keflavík- ur mun annast dagskrána frá kl. 14-17. Allir bæjarbúar eru velkomnir á vígsluhátíðina á meöan hús- rúm leyfir og skorar blaðið á fólk að fjölmenna og taka þannig þátt i aö fagna þessum merka áfanga í sögu Keflavíkur. Það fer ekki á milli mála að eftir þessum merka áfanga hefur lengi veriö beðiö hjá skóla- og íþróttafólki i bænum og má segja að innanhússíþróttir hér í bæ hafi ekki notið sín sem skyldi vegna þess aðstööuleysis sem verið hefur. Æfingar í nýja iþróttahúsinu munu hefjast strax upp úr helg- inni bæði í handknattleik og körfubolta, og þá verður þess ekki langt að bíða að iþróttafólk hér í bæ geti loks farið aö leika sína heimaleiki á sannkölluðum heimavelli. Meö tilkomu þessa húss mun öll iþrótta- og æskulýðsstarf- semi hér í Keflavík án efa taka miklum stakkaskiptum, þar munu ungir sem eldri fá góöan samastað. Blaðið óskar Keflvíkingum til hamingju með nýja íþróttahúsið og vonar að bæjarbúar njóti þess vel og lengi. Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs: 60 millj. kr. rekstrarhalli Á fundi sjúkrahússtjórnar 29. okt. sl. gerði Eyjólfur Eysteins- son grein fyrir fjárhagsstöðu sjúkrahússins miðað við 1. sept. 1980. Rekstrarhalli 1980 er 60 millj., auk þess sem óbættur er halli áranna 1978 og 1979, um 30 millj. Greiðslur sveitarfélaganna vegna tækjakaupa og reksturs sjúkrabifreiðar árið 1981 verður gerður upp á árinu miðaö við fjárhagsáætlun 1981, með mán- aðarlegum víxlum sem sam- þyktir verða í ársbyrjun. Þakplötur fuku ( mjög snarpri vindhviðu sem gekk hér yfir kl. 22.30 sl. fimmtu- dagskvöld, fuku þakplötur af hesthúsi á Mánagrund. Einnig fauk hluti af þaki Barnaskólans í við Sólvallagötu i keflavík og féll kennsla niður þann dag. Fiskiðjan í Keflavík: Fólk hefur sýnt okkur mikið umburðarlyndi Vaktþjónusta lækna - segir Hilmar Haraldsson, framkvæmdastjóri Siöari hluta sl. vetrar byrjaði aftur að rjúka úr hinum volduga reykháfi Fiskiðjunnar, eftirnokk- urra mánaða stöðvun vegna þrýstings frá íbúum Keflavíkur og Njarðvikur. Verksmiðjan fékk starfsleyfi gegn ákveðnum skil- yrðum sem forráðamenn hennar töldu mjög sanngjörn og byggða á skilningi, og hefur síðan verið unnið að ýmsum mengunarvörn- um allt fram á þennan dag. Að undanförnu hefur staðið yfir loönubræðsla og samfara henni hefur nokkra lykt borið fyrir vit manna og sl. fimmtudag kom mjög vond lykt frá bræðslunni sem lagöi yfir Keflavík, en hún stafaði af ikviknun. ( Suöurnesjatíðindum 14. mai sl. segir í fyrirsögn á forsíðu: ..Lyktarlaus Fiskiðja eftir 15. Mikill grútur var í fjörunni frá Saltsölunni og að Fiskiðjunni í síðustu viku okt.?", og er þar vitnaö i orö Hilmars Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskiöjunnar. Við slógum á þráðinn til Hilmars og spuröum hann hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis varðandi þessi fyrirheit: ,,Ekki öðruvísi en það, að Framh. á 9. sfðu Héraöslækni hefur verið falið að ítreka beiðni stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar, um fjölgun heilsugæslulækna, en hér er talið eðlilegt að þeir séu fimm. Heilsugæslustjórnin telur eðli- legt og hagkvæmt að almenn vaktþjónusta fari fram á Sjúkra- húsinu. Yfirlækni og hjúkrunar- forstjóra var faliö að ræða þetta mál við yfirlækni sjúkrahússins, Kristján Sigurðsson. Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Vísir: Kaupir jörð í ölfusi öll stærri stéttarfélögin á Suð- urnesjum, að undanskildu Vél- stjórafélagi Suðurnesja, hafa nú komið sér upp orlofshúsum fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra, en nú fyrir nokkru gekk Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Visir frá kaupum á jörðinni Hallanda, Hraungerðishreppi í ölfusi. Jörðin Hallandi er 150 hektar- ar að stærð og er hún keypt með öllum mannvirkjum og hlunnind- um sem henni fylgja, en þar á meðal er laxveiöi i Hvítá. Jaröa- nefnd og hreppsnefndin hafa samþykkt kaupin á jörðinni, jafn- framt því sem hreppsnefndin hefur fallið frá forkaupsrétti. Gert er ráð fyrir því að félagið taki orlofsbúðir þessar í notkun næsta sumar. Það verður ekki dregiö i efa að félagsmenn Vísis fagna þessu, enda eru orlofshús stéttarfélag- anna mjög vinsæl og yfirleitt fjöldi manns á biölista eftir dvöl í þessum húsum. Blaðið óskar félagsmönnum Vísis til hamingju með þessi kaup félagsins.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.