Víkurfréttir - 20.11.1980, Qupperneq 13
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 20. nóvember 1980 13
Slæm aðstaða beitning-
armanna í Keflavík
f þau fáu skipti sem
heilbrigðisnefnd Keflavíkur
hefur komið saman undanfarin
ár hafa aöbúnaðarmál beitning-
armanna oftast borið á góma og
verið margítrekað að heilbrigðis-
fulltrúi léti gera eitthvaö til
úrbóta. Þá var nú nýlega samið
um þaö milli Útvegsmannafélags
Suðurnesja og Verkalýðsfélag-
anna á Suðurnesjum um að gerð
yrði úttekt á aðstöðu beitningar-
manna með það fyrir augum að
koma á úrbótum, skildi úttekt
þessari lokið fyrir 1. des. n.k.
Því var þaö aö blaðiö vildi
kynnast þessum málum af eigin
má segja að margt er athugavert
við beitningarskúrana hjá Baldri
h.f. En þegar blaðið fór í þessa
skúra var sá sem Garðar
Magnússon notar og er í eigu
Ólafs S. Lárussonar h.f. lokaöur
um stuttan tímaþarsem báturinn
er að taka út síldarskammtinn
sinn. Annars er það meö þann
skúr að segja að hann er ekki
mönnum bjóðandi. Aðstaðan hjá
Baldri h.f. var hins vegar í notkun
og þó hún sé mun skárri en hin
fyrrnefnda er þar margt sem laga
þarf til að gera mannsæmandi.
Eitt atriöi virðast þeir sem eiga
þessa skúra og marga aðra gera
Aöstaöan hjá Baldri hf. er skárri en i skúrnum á hinni myndinni, en
engu að siður er þar margt sem laga þarf til að gera hana viðunandi.
raun. Og útkoman er vægast
sagt ömurleg í mörgum tilfellum.
Sem betur fer er til aöstaða fyrir
beitningarmenn sem er til sóma
svo sem hjá Hákoni og Reynald
niður í Bás. En til skammar er
aðstaðan víöa eins og til dæmis
hjá Ólafi S. Lárussyni h.f.,
skúrinn sem fyrirtækiö hefur
lánað Garðari Magnússyni, eins
sér grein fyrir en það er aö beit-
ningarmönnum er oftast ekki
boðið upp á önnur salernisaö-
staða, en næsta horn eöa jafnvel
ræsið í skúrnum. Þó svo aö hægt
hafi verið að bjóða karlmönnum
þetta til afnota að undanförnu,
verða útgerðarmenn að athuga
að nú eru breyttir tímar, algengt
Beitningarskúr þessi er engan veginn mönnum bjóðandi.
er orðið að við beitningu starfi
einnig konur og þvi er ekki upp á
þetta bjóðandi. Annars væri það
efni í heilt blaö að lýsa aðstööu
sem boðið er upp á i þessum
skúrum sem og ýmsum öðrum
og því látum við myndirnar tala
sínu máli. Eins geta lesendur
kynnt sér þetta af eigin raun, því
sjón er sögu ríkari.
íþróttahúsið
í Sandgerði
Lausir eru tímar í badminton á laugardögum.
Hægt er að fá leigða 1-4 badmintonvelli í hverjum
tíma. - Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður í
síma 7736.
Suðurnesjamenn!
Höfum opnað SKÓ- og SMÁVÖRUVERSLUN í
sama húsi og Gafl-lnn við Reykjavíkurveg. Gerið
svo vel og lítið inn í leiðinni heim og að heiman.
SKÓVERSLUNIN, Dalshrauni 13, Hafnarfirði
Heilbrigðisnefnd
Kefiavíkur:
Mótfallin los-
un afbeitu við
Vatnsnesvita
Á fundi heilbrigðisnefndar
Keflavíkur sem haldinn var
daginn áöur en síðasta blað kom
út var rædd losun á afbeitu við
Vatnsnesvita. Nefndin sam-
þykkti að hún væri algjörlega
andvíg því að losuð væri afbeita
viö Vatnsnesvita.
Ert þú að byggja?
Til sölu 260 stk. uppistööur, 3.30
m að lengd, einnotaðar. Mikið
magn af spírum fylgir með í kaup
bæti. Áhugasamir hafi samband í
sima 3436.
Pianó
Píanó óskast til kaups. Uppl. í
síma 1955.
NJARÐVÍKURBÆR
Útsvar
Aðstöðugjald
4. gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda var
1. nóv. sl. Þeir sem ekki hafa staðið í skilum
með greiðslum til bæjarsjóðs, eru beðnir að
gera það strax.
Lögtök eru hafin á ógreiddum gjöldum.
Ath. Dráttarvextir eru núna 4.75% á mán-
uði, eða 57% á ári.
Bæjarsjóður - Innheimta