Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 1
10. tbl. 3. árg. Fimmtudagur 6. mai 1982 FPÉTTIC Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Gunnjóni GK 506 hleypt af stokkunum Sl. fösrudag var nýju 280 lesta fiskiskipi hleypt af stokkunum hjá Skipasmíöastöð Njarðvikur hf. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu var skrokkur skipsins keyptur hingað frá Noregi og kom hann hingar rétt eftir sl. áramót. Var þá þegar hafin vinna við að fullgera skipið. Áætlað var að þvi verki yrði lokið um næstu mánaðamót, en verkið var aðeins á undan áætlun og mun skipið því verða afhent eig- endum, Gauksstöðum hf. í Garði eftir u.þ.b. viku. Kristin Ingimundardóttir, eig- inkona Þorsteins Jóhannesson- ar, framkvæmdastjóra Gauks- staða hf., gaf hinu nýja skipi nafn, Gunnjón GK 506, og ósk- aði þvi fararheilla. 1. desember í haust á Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hf. von á öðrum skrokki frá Noregi, sem stöðin áætlar að afhenda 1. mai að ári. Þar er um að ræða systur- skip Gunnjóns, og er smíöað fyrir Skagavík hf. í Keflavík. epj. Sjá fleiri myndir á 5. síðu Stórmarkaður í Keflavík? Blaðiö hefur fregnað aö nokkrir kaupmenn og áhugasamir einstaklingar sem hafa verslun ekki að starfi, séu að kanna möguleika fyrir byggingu stórmark- aöar hér í Keflavik. Áhugi mun vera fyrir lóð undir hugsan- legan stórmarkað við Iðavelli. Erfitt er aö segja til um hversu langt þessi hugmynd er komin, en ekki er ólíklegt að þaö komi í Ijós innan skamms. Tveir stór- markaðir munu veröa opnaðir í Njarðvík bráðlega. Kaupfélagið er vel á veg komið með sitt hús og talið er að Hagkaup geti komið sínu húsnæði upp á mjög skömmum tima. Helstu rökin fyrir því að kaupmenn og sðrir Keflvíkingar hafa áhuga á byggmgu stórmarkaöar er einmitt sú, að þeir óttast að fjármagn flytjist í síauknum mæli úr byggð- arlaginu. Telja þeir það hagsmunamál fyrir Keflvikinga að þeir eignist eigin stór- markað - pal. 1. maí hátíðarhöldin: Hlutur Garðmanna bestur Léleg þátttaka launþega Þrátt fyrir mikla hvatningu að- ildarfélaga 1. maí-nefndar var frekar léleg þátttaka launþega í kröfugöngunni, svoog á baráttu- og hátíðarfundinum í Félagsbíói. Þetta er að vísu ekki einsdæmi á þessum degi, þvi aldrei hefur verið eins lítil þátttaka t.d. í Reykjavík. Þegar litið var yfir fundarmenn i Félagsbíói fékk maður það á tilfinninguna að um barnaskemmtun væri að ræðaen ekki baráttu- og hátiðarfund verkalýöshreyfingarinnar. Framh. á 19. siðu Gámafok á Reykjanes braut Síðari hluta sl. fimmtudags vildi það óhapp til að 40 feta gámur fauk af flutningavagni frá Eimskip, sem var á leið suður Reykjanesbraut. Gámur eins og þessi er með þeim stærstu sem gerast, og er ekki festir niður með böndum heldur er stórum járnfleygum stungið niöur um göt i vagninn sem undir þeim eru og skoröaðir þannig. Er flutningavagninn var staddur á móts við aðveitustöð- ina sunnan við Voga, kom snörp vindhviða og viröast fleygarnir hafa gefið sig með þeim afleið- ingum aö gámurinn fauk út fyrir brautina. Eins og menn sjá í hendi sér hlýtur það að vera óskemmtileg reynsla að fá slíkan gám fjúkandi á móti sér, enda mikil hætta á ferðum ef eitthvaö fer úrskeiöis í svona flutningum. Að sögn lögreglunnar var um- rætt atvik ekki tilkynnt til hennar og hafði hún þvi ekki önnur af- skipti af málinu en aö aöstoða við að ná gámnum upp aftur, þá með þvi að stöðva umferð um braut- ina á meðan gámurinn var hifður á vagn að nyju. - epj. Næsta blað kemur út 19. maí.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.