Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.05.1982, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 6. maí 1982 VÍKUR-fréttir Litla bikarkeppnin: ÍBK og ÍA leika til úrslita Keflvíkingar leika til úrslita við Skagamenn upp á Skaga n.k. laugardag 8. mai. Hafa bæði liðin hlotið 5 stig af 6 mögulegum. Fyrsti leikur Keflvíkingavarvið Breiðablik og var sá leikur hér í Keflavík í miklu roki, enda ein- kenndist leikurinn eftir því. Lauk leiknum meðjafntefli,2:2eftir1:1 í hálfleik. Ólafur Júliusson og Magnús Garðarsson gerðu mörkin fyrir (BK. Næsti leikr var við Hauka í hafnarfirði og sigruðu Keflvík- ingar örugglega 3:0 og skoruöu Magnús Garöarsson, Daníel Einarsson og Sigurður Björgv- insson mörkin fyrir (BK. Miövikudaginn 28. apríl fengu Keflvíkingar FH í heimsókn og sigruðu heimamenn sanngjarnt 3:1 eftir að staöan var 2:0 í hálf- leik. Daníel Einarsson skoraði fyrsta mark (BK úr víti eftir að Óli Þór hafði veriö felldur og Óli átti einnig þátt í öðru markinu, þegar hann gaf góða fyrirgjöf á Magnús Garðarsson sem skoraði fallegt mark. Strax í byrj- un seinni hálfleiks skoraöi svo fyrirliði (BK, Gísli Eyjólfsson, banamark, og staöan þá orðin 3:0. Þá fóru FH-ingaraö komast meira inn í leikinn og skoruðu síðan mark rétt fyrir lok leiks og verður það að skrifast á Þorstein, sem var kominn of framarlega, en hann bætti það upp með þvi að verja f rábærlega stuttu seinna skot frá FH-ingum. Leikur Keflvikinga í þessum leik var hvorki verri né betri, en næsti leikurvið (A verðursannar- lega erfiðari en síðustu leikir (BK gegn Hafnarfjarðarliðunum, en það væri virkilega gaman að fá litla bikarinn til Keflavíkur. pket. GOLF: Jón Pálmi fór holu í höggi Golfarar hafa æft vel að und- anförnu þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar, og þátttaka í mótu hefur verið mjög góð. Laugardaginn 16. apríl var leikinn höggleikur með og án forgjafar og var keppnin mjög jöfn. Sigurvegari varð Magnús Jónsson á 76 höggum, annar varð Sigurður Albertsson með 77 högg og í þriðja sæti Hilmar Björgvinsson á 79 höggum og svo Siguröur Sigurösson á 80 höggum. Með forgjöf sigraði Þorsteinn Geirharösson með yfirburðum á 65 höggum nettó, annar varð Ástþór Valgeirsson 71 högg nettó og þriðji Friðrik Ólafsson á 73 höggum nettó. Næsta mót varsumargleðinog var það mót með og án forgjafar. Má segja að þetta hafi veriö sum- argleöi i vetrarbúningi, þvi veður bauð ekki upp á golfleik, ef svo má að orði komast. Úrslit iþessu móti urðu þau, að Hallur Þórmundsson og Sigurð- ur Sigurðsson urðu jafnir á 77 höggum, sem er mjög góður ár- angur miðað við aðstæður og veður. Þeir urðu því að fara í bráöabana og þar sigraði Sig- urður á 1. holu. Þriðji varð svo Magnús Jónsson á 81 höggi. Með forgjöf sigraöi Lúðvík Gunnarsson á 68 höggum nettó, annar varö Hafsteinn Sigurvins- Endasleppri vertíð lýkur á morgun Annað kvöld lýkur netavertíð sunnan- og vestanlands, en línubátar munu halda áfram eitt- hvað fram eftir mánuöinum, eða þar til margir þeirra fara að búa sig út á humar- og fiskitroll. Aö undanförnu eöa síöan í þorskveiðibanninu um páska hafa aflabrögð verið mjög léleg og gæftir einmuna slæmar, þannig aö vertíöin í heild telst til lélegra vertíöa og endaslepp, þrátt fyrir aö meöalafli í róöri sé sæmilegur, sem stafar af nokkuð góðum afla framan af. Hjá togurum hefur lítið borið á þorski í vetur, aöallega verið karf i og ufsi. Varðandi heildarafla þá mun aflaskýrsla fyrir Sandgeröi og Keflavík birtast í næsta blaöi og munu málin þá skýrast betur. epj. AUGLÝSIÐ f VÍKUR-FRÉTTUM son á sama höggafjölda, en með lakari árangri á þremur síðustu holunum. Þriðji var Guðmundur Bjarnason á 69 höggum nettó. Fyrsta F-mótið var haldiö fimmtudaginn 29. april. Þátttaka var mjög góð og luku 30 keppni. Fyrirkomulag þessara F-móta er það, að keppt veröur með og án forgjafar og tíu efstu með forgjöf í hverju móti fá stig frá 10 niður í 1 stig, þannig að efsti maöur fær 10 stig næsti 9 o.s.frv. Úrslit í þessu fyrsta F-móti, en þau verða 13 alls, uröur þau að Friörik Bjarnason sigraði með forgjöf á 68 höggum nettó. Haf- steinn Sigurvinsson varð annará 69 höggum nettó og þriðji varö Jón Jóhannsson á 74 höggum nettó. Hilmar Björgvinsson lék mjög vel og var bestur án for- gjafar á 75 höggum og i 2-3 sæti voru Magnús Jónsson og Sigurður Sigurðsson jafnir á 79 höggum, en Magnúshlautannað sætið fyrir betra skor á þremur síðustu holunum. Jón Pálmi Skarphéðinsson gerði það frá- bæra afrek að fara holu í höggi á 3. holu og notaði Jón járn nr. 8. Þeir 10 efstu sem hlutu stig á þessu fyrsta F-móti eru: stig 1. Friðrik Bjarnason . 10 2. Hafsteinn Sigurv. . 9 3. Hilmar Björgvinss. 8 4. Jón Jóhannsson .. 7 5.-7. Vilberg Þorgeirsson 5 5.-7. Magnús Jónsson . 5 5.-7. Siguröur Siguröss. 5 8. Friðrik Ólafsson .. 3 9.-10. Jón Ól. Jónsson .. 0,75 9.-10. Ómar Jóhannsson 0,75 9.-10. Sig. Albertsson ... 0,75 9.-10. Högni Gunnlaugss. 0,75 Stigameistari i lok árs fær að launum utanlandsferð til (rlands sem Samvinnuferðir-Landsýn hafa gefið. Úr Mk FH og IBK Nú eftir frosthörkur vetrarins - já, og sumarsins líka - fer að verða tímabært að fúaverja tréverkiö á ný.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.