Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.1982, Page 21

Víkurfréttir - 06.05.1982, Page 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. maí 1982 21 Sambandið opnar safnstöð fyrir skreið í Njarðvík Eins og áður hefur komiö fram í Víkur-fréttum, hefur Skreiöar- samlagiö nýlega tekiö í notkun birgöastöö fyrir pakkaða skreiö í Keflavík, skreiö sem bíöur eftir útflutningi. ( sömu frétt og sagt var frá þessu var einnig sagt frá því aö Sambandiö væri aö leita eftir sams konar aöstöðu hér syöra. Nú fyrir stuttu var gengið frá leigu til þriggja ára á húsnæöi Þórarins Þórarinssonar að Bakkastíg 6 í Njarövik. Leigutaki er Samband ísl. samvinnufélaga og erætlun þeirraaðkomaþarna upp safnstöö fyrir skreið. Aö sögn Sigurðar Markússon- ar hjá sjávarafuröadeild Sam- bandsins, er ástæöan fyrir leigu þessa húsnæöis sú, aö Sam- bandið væri orðiö þaö stórt á sviði skreiðarsölu á Suð-Vestur- landinu, aö sú staöreynd heföi blasað við að nauösynlegt væri aö opna safnstöð í þessum landshluta. Útkoman varö því þessi, en meö því aö opna þessa safnstöö myndi bæöi aukast flutningur á skreiö víðs vegar aö inn á svæð- iö, þ.e. í þetta hús, svo og aö aukinn útflutningur yrði héðan. Sagöi Siguröur aö innan stjórnar Sambandsins væri mikil sam- staða um að koma upp þessari skreiöaraöstööu hér syöra. Víkur-fréttir hafa fengið fregn- ir af þvi að til standi meiraenein- ungis uppsetningu á safnstöö varðandi þetta húsnæði. Þarna eigi aö taka á móti lausri skreiö, sem síðan yröi pressuð, metin, pökkuö og merkt í húsinu. En með því myndi stórbatna aö- staða fyrir smærri fiskverkendur er ekki hafa tök á aö eiga sjálfir skreiðarpressu. Þessi atriöi bárum viö undir Sigurð, og neitaði hann þvi ekki að þetta stæöi til, því vafalaust mætti gera þarna ýmislegt til bóta fyrir fiskverkendur er væru viöskiptamenn Sambandsins, þ.e. selja framleiöslu sína í gegn- um það, en þróunin myndi skera úr því hvaö yrði ofan á. Þó benti Sigurður á annan aöila sem væri rétti aöilinn til aö staöfesta þessi atriöi, en sá aðili hefur að undan- förnu verið erlendis, þ.á.m. í Nigeríu í skreiðarsöluferð. Eftir aö þetta viðtal við Sigurö var tekiö hafa borist slæmar fréttir um útlit á frekari skreiöar- sölu til Nígeriu, en sem beturfer er útlit gott á skreiðarsölu ennþá varöandi hærri gæöaflokka til annarra landa, en hvort þetta breytir einhverju um áform um notkun húsnæöisins viö Bakka- stíg, þá er þaö óvíst, en nánari fregnir veröa aö bíða þar til við- komandi aðili er kominn erlendis frá. - eþj. Vanhugsuð undirskriftarsöfnun Þann 28. apríl birtist ( Morgunblaö- inu frétt meö fyrirsögninni: „Þúsund konur mótmæla ráöningu á konur mótmæla ráöningu á fæöingar- deild Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraös''. Ég lýsi undrun minni á þvi aö konur i Keflavikurlæknishéraöi skuli sam- þykkja aö mótmæla stööuveitingu án þess aö kynna sér áöur hvaöa mennt- un og réttlndi slikur deildarstjóri verö- ur aö hafa miöaö viö þástarfsemi sem fer fram á deildinni. Viö sjúkrahúsið er kominn til starfa læknir sem er sórfræöingur ( kven- sjúkdómum og fæöingarhjálp. Á sjúkrahúsinu eru nú framkvæmdar kvensjúkdómaaögeröir. Á umræddri deild liggja konursem AUGLÝSIÐ f VlKUR-FRÉTTUM fariö hafa ( slíkar aðgeröir auk þess aö þar eiga sór staö fæöingar. Deildin er því fæöingar- og kvensjúkdóma- deild. Kvensjúkdómar tilheyra hjúkr- unardeild. Ég vil vekja athygli á, aö Ljós- mæöraskóli Islands gefur ekki Ijós- mæörum róttindi til aö taka aö sér stjórn á hjúkrunardeildum. Þar sem umrædd deild á Sjúkrahúsinu í Kefla- vik flokkast nú undir hjúkrunardeild jafnt fæöingardeild þarf í þvi tilviki viðkomandi deildarstjóri aö vera Ijós- móöir meö hjúkrunarfræöimenntun. Þaö er þvi eölilegt aö sjúkrahússtjórn hafi tekiö þá ákvöröun aö Sólveig Þórðardóttir yröi ráöin deildarstjóri. Aö lokum vil ég taka fram, aö konur í Keflavíkurlæknishéraöi gera hvorugri umræddra Ijósmæöra greiöa meö slíkum vanhugsuöum undirskriftum, sem getið hefur verið um í blööum undanfariö. Eva S. Elnarsdóttlr, kannart viö Ljósmeðraskóla Islands Framboð til sveitar- stjórnarkosninga í Miðneshreppi þann 22. maí 1982 D. Listi Sjáifstæðisflokks 1. Jón H. Júlíusson, vigtarmaöur. 2. Gunnar J. Sigtryggsson, húsasmíöam., 3. Sigurður Þ. Jóhannsson, fiskmatsm., 4. Siguröur Bjarnason, hafnarvörður, 5. Jón F. Friðriksson, verkstjóri, 6. Fteynir Sveinsson, rafvirki, 7. Pálína J. Guðmundsdóttir, skrifst.stúlka, 8. Guðjón Þ. Ólafsson, sjómaður 9. Erlingur Jónsson, verkstjóri. 10. Þórarinn Reynisson, skrifstofumaöur, 11. Þorbjörg Tómasdóttir, verkakona, 12. Sæunn Sigurbjörnsdóttir, verslunarkona, 13. Jón E. Clausen, verkamaöur, 14. Svanbjörg Eiríksdóttir, verkakona. í sýslunefnd: Aöalmaður: Jón H. Júlíusson, vigtarmaður. Varamaður: Kári Sæbjörnsson, rafvirkjameistari. H. Listi frjálslyndra kjósenda 1. Magnús Sigfússon, húsasmíðam., 2. Elsa Kristjánsdóttir, gjaldkeri, 3. Jón Þórðarson, verkamaður, 4. Ómar Bjarnþórsson, kennari, 5. Unnur Guðjónsdóttir, húsmóðir, 6. Helga Karlsdóttir, kennari, 7. Kristján Gunnarsson, húsasmíðam., 8. Guðrún E. Guönadóttir, húsmóðir, 9. Óskar Guðjónsson, málaram., 10. Steinunn B. Heiömundsdóttir, húsm., 11. Gunnar Sigfússon, verkstjóri, 12. Sigurður Margeirsson, form. VSFM, 13. Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri, 14. Sveinbjörn Berentsson, bifr.stjóri. í sýslunefnd: Aðalmaöur: Jón Ásmundsson, verkstjóri. Varamaöur: Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri. K. Listi Óháðra borgara og Alþýðuflokks 1. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri, 2. Sigurður Friðriksson, rafvirki, 3. Jóhann G. Jónsson, skrifstofustjóri, 4. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, 5. Egill Ólafsson, slökkviliðsmaður, 6. Jórunn Guðmundsdóttir, húsmóöir, 7. Kristinn Lárusson, verkamaður, 8. Kolbrún Leifsdóttir, húsmóðir, 9. Brynjar Pétursson, verkstjóri, 10. Hörður Kristinsson, verkamaður, 11. Óskar Gunnarsson, húsasmiður, 12. Gunnar Guðbjörnsson, húsasmiöur, 13. Elías Guðmundsson, verkamaður. 14. Sigríður Árnadóttir, húsmóðir. í sýslunefnd: Aöalmaður: Bergur Sigurösson, verkstjóri, Varamaður: Ólafur Gunnlaugsson, húsa- smiöur. Kjörstjórn Miðnesshrepps: Jón Frímannsson, Halldóra Ingibjörnsdóttir, Brynjar Pétursson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.