Fréttablaðið - 09.08.2016, Page 4
Lægra verð í Lyfju
Lyaauglýsing
Afslátturinn gildir af:
204 stk. pökkum
Öllum bragðtegundum
Öllum styrkleikum
15% afsláttur
Nicotinell-204-15%-5x10-Lyfja copy.pdf 1 2.8.2016 11:04
RafoRkumál Stórar framkvæmdir
við uppbyggingu flutningskerfis raf-
orku hér á landi eru margar hverjar
í biðstöðu eða komnar aftur á byrj-
unarreit. Á sama tíma er flutningur
á raforku um landið langt frá því að
vera ásættanlegur í landi þar sem
gnægð raforku er að finna.
Fjórar mikilvægar línulagnir í flutn-
ingskerfinu eru nú í mikilli óvissu.
Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í
Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi,
er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stór-
iðju í Helguvík. Hún er hluti af verk-
efninu Suðvesturlínur sem Landsnet
hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug
með það að markmiði að byggja upp
raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti
að fara í eignarnám á jörðum sem svo
var dæmt ógilt í maí síðastliðnum.
Sama máli gegnir um Kröflulínu 4
í Mývatnssveit. Þar þarf að nást sam-
komulag við landeigendur eða krefj-
ast eignarnáms á jörðum.
Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu
í Vogum var síðan afturkallað vegna
ágalla í undirbúningi framkvæmdar
og umhverfisráðuneytið stöðvaði
Blöndulínu þrjú vegna ágalla í
umhverfismati. Allt eru þetta línu-
lagnir sem skipta miklu máli í flutn-
ingskerfinu.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki
hægt að meta hversu miklar tafir
verði á þessum framkvæmdum.
„Dómarnir hafa komið okkur á óvart
og við teljum að það þurfi að skoða
lagaumhverfið með tilliti til skil-
virkni og gagnsæis. Þetta er í takt við
forgangsmál ríkisstjórnarinnar um
að einfalda stjórnsýsluna og auka
skilvirkni hennar,“ segir Steinunn.
„Umhverfið í þessum málum er orðið
mjög flókið og undirbúningur verk-
efnanna tekur mjög langan tíma. Á
þessum langa tíma geta forsendur
verkefna breyst og lagaumhverfið
líka sem gerir undirbúninginn enn
flóknari. Staðan er þannig að smæstu
atriði geta haft mikil áhrif og oft laga-
tæknileg mál frekar en efnislegar
niðurstöður.“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar,
félags sem stendur vörð um íslenska
náttúru og hefur náttúruvernd að
leiðarljósi, segir vanda Landsnets
heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta
einfalt. Landsnet hefur þverskall-
ast við að skoða möguleika á jarð-
strengjum í línulögnum sínum og
ekki viljað vinna nægilega með land-
eigendum og hagsmunaaðilum að
málum. Þannig eru flest stóru málin
strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi
og segir stóriðju vera aðaldrifkraft
þess að bæta þurfi raforkuflutnings-
kerfið í landinu. „Við sjáum það að
ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek
þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið.
Hún er ástæða þess að verið er að fara
í allar þessar framkvæmdir.“
Steinunn segir núverandi kerfi
óviðunandi og að uppbygging sé
nauðsynleg til að standa við Par-
ísarsamkomulagið. „Landsnet hefur
í mörg ár bent á að uppbygging á
flutningskerfi raforku sé orðin mjög
brýn og meðal annars að byggðalínan
sé komin að þolmörkum. Í dag tapast
mikil orka úr kerfinu og takmörkuð
flutningsgeta leiðir til talsverðrar
olíunotkunar,“ segir Steinunn.
sveinn@frettabladid.is
Ekki er vitað hversu mikið nýfallnir dómar tefja fyrirhugaðar línulagnir Landsnets. FréttabLaðið/ViLhELm
Uppbyggingu siglt í strand
Núverandi raforkuflutningskerfi er sprungið að sögn Landsnets. Þörf er á viðamiklum endurbótum á næstu
árum. Á sama tíma séu stórar framkvæmdir Landsnets stopp í kerfinu vegna málaferla eða slælegra vinnu-
bragða yfirvalda. Framkvæmdastjóri Landverndar segir Landsnet hafa tregðast við að leggja jarðstrengi.
Landsnet hefur
þverskallast við að
skoða möguleika á jarð-
strengjum í línulögnum
sínum og ekki viljað vinna
nægilega með landeigendum
og hagsmunaaðilum að
málum.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri
Landverndar
SjávaRútveguR Stjórn Samtaka
sjávarútvegssveitarfélaga leggur
áherslu á að sveitarfélög hafi skýran
forkaupsrétt þegar aflaheimildir
eru seldar til aðila með heimilis-
festi í öðru sveitarfélagi. Bókun
þess efnis var samþykkt einróma
á fundi samtakanna þann 4. ágúst
síðastliðinn.
Samtökin segja núgildandi laga-
ákvæði veita sveitarfélögum litla
vörn þegar aflaheimildir eru seldar
úr viðkomandi sveitarfélagi.
Róbert Róbertsson, bæjarstjóri
í Grindavík og formaður samtaka
sjávarútvegssveitarfélaga, bendir á
að eins og staðan sé núna þá hafi
sveitarfélög eingöngu forkaupsrétt
á bátum, en bátarnir séu hins vegar
lítils virði nema að þeim fylgi afla-
heimildir.
„Við viljum að sveitarfélögin hafi
forkaupsrétt þegar aflaheimildir
eru seldar, hvort sem er með bátum,
í hlutafélögum eða aflaheimildirnar
einar og sér,“ segir Róbert.
Í bókun Samtaka sjávarútvegs-
sveitarfélaga segir að í ljósi fregna
um að tuttugu og átta prósent
aflaheimilda hafi verið seld úr
sveitarfélaginu Ölfusi, án þess að
sveitarfélaginu hafi verið boðinn
forkaupsréttur, skori stjórn sam-
takanna á bæði sjávarútvegs-
ráðherra og Alþingi að breyta
ákvæðum laga um stjórn fiskveiða
hið fyrsta með það fyrir augum að
tryggja sveitarfélögum landsins
raunverulegan forkaupsrétt. – ngy
Vilja að sveitarfélög hafi skýran forkaupsrétt á aflaheimildum
Lög veita sveitarfélögum litla vörn við sölu aflaheimilda. FréttabLaðið/PJEtUr
viðSkipti Í júlí flutti Icelandair 491
þúsund farþega í millilandaflugi. 18
prósent fleiri en í fyrra. Farþegafjöld-
inn er sá mesti í einum mánuði frá
stofnun félagsins, segir í tilkynningu.
Farþegar í innanlandsflugi og Græn-
landsflugi voru 35 þúsund í mán-
uðinum. Framboð félagsins jókst um
14 prósent samanborið við síðasta
ár. Sætanýting minnkaði hins vegar
um 5,9 prósentustig. Er það sagt skýr-
ast að mestu af nýjum áfangastað á
Grænlandi sem e n sé verið að búa til
markað fyrir. – sg
Farþegamet
hjá Icelandair
DómSmál Hörður Felix Harðarson,
lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar,
fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir
að ný gögn í máli gegn honum sýni
fram á að starfsmenn sérstaks sak-
sóknara hafi brotið gegn Hreiðari,
með því að veita ekki aðgang að
gögnum þegar mál hans var rekið
fyrir héraðsdómi.
Kæra á hendur starfsmönnum
embættisins var lögð fram hjá ríkis-
saksóknara í febrúar. Ákvörðun um
hvort málið verði rannsakað eða fellt
niður hefur ekki verið tekin.
„Í málinu er ákært fyrir tilteknar
lánveitingar og því er haldið fram af
hálfu ákæruvaldsins að lánað hafi
verið án nokkurra trygginga,“ segir
Hörður í samtali við Stöð 2 en hann
segir gögnin hafa meðal annars sýnt
svart á hvítu að tryggingar hafi verið
fyrir hendi á þeim skuldabréfum sem
um ræðir í málinu.
„Ég tel að það sé ótækt að aðgangur
ákærðra manna og verjenda þeirra sé
jafn takmarkaður og hann hefur verið
við rekstur þessara mála sem kennd
eru við hrunið,“ segir Hörður. – jkj
Segir brotið
gegn Hreiðari
hreiðar már
Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri
Kaupþings banka
9 . á g ú S t 2 0 1 6 Þ R i ð j u D a g u R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
5
-0
6
9
C
1
A
3
5
-0
5
6
0
1
A
3
5
-0
4
2
4
1
A
3
5
-0
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K