Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 8
Tyrkland „Þið eruð öll hetjur,“
sagði Recep Tayyip Erdogan við
mannfjöldann sem kom til að sýna
stjórn hans stuðning á útifundi í
Istanbúl á sunnudag.
Tilefnið var valdaránstilraunin
15. júlí, sem brotin var á bak aftur
ekki síst vegna þess að fjöldi fólks
varð við áskorun Erdogans um að
halda út á götur til að sýna andstöðu
sína við valdarán.
„Þið ættuð að vera stolt af ykkur.
Hvert og eitt einasta ykkar barðist
fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdog
an, greinilega harla ánægður með
þjóð sína.
Tveir af þremur flokkum stjórnar
andstöðunnar á þingi stóðu að úti
fundinum ásamt stjórnarflokki
Erdogans forseta.
Þetta er haft til marks um mikla
og líklega einstæða samstöðu bæði
þings og þjóðar um Erdogan og
stjórn hans gegn þeim sem stóðu
að valdaránstilrauninni.
Kemal KılıÇdaroğlu, leiðtogi
sósíaldemókrata og forystumaður
stjórnarandstöðunnar, segir valda
ránstilraunina misheppnuðu hafa
hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu
að ná saman. „Það er komið nýtt
Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir
honum á vef arabísku fréttastöðvar
innar Al Jazeera.
Fjórða flokknum á þingi var þó
ekki boðið að vera með, en það er
Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt
flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttar
lausri andstöðu við valdaránstil
raunina.
Erdogan og samstarfsmenn hans
saka þingmenn flokksins um að
styðja Kúrdahreyfinguna PKK,
sem flokkuð er undir hryðjuverka
samtök í Tyrklandi vegna baráttu
hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú
barátta hefur harðnað á ný síðustu
misserin með vopnuðum bar
dögum, loftárásum stjórnarhersins
og jafnvel hryðjuverkum í helstu
borgum landsins.
Fyrri valdaránstilraunir í Tyrk
landi, sem flestar hafa heppnast,
hafa verið runnar undan rifjum
hersins og kemalistahreyfingarinn
ar, sem hefur viljað tryggja aðskiln
að trúar og stjórnmála í Tyrklandi
í anda Kemals Atatürks, stofnanda
tyrkneska lýðveldisins.
Að þessu sinni segir Erdogan það
hins vegar hafa verið trúarhreyf
ingu klerksins Fethullah Gülen sem
reyndi að steypa stjórninni.
Tugir þúsunda hafa verið hand
teknir eða reknir úr störfum þær
þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá
valdaránstilrauninni, flestir sakaðir
um að vera liðsmenn í hreyfingu
Gülens. Þar á meðal eru herfor
ingjar, lögreglumenn, dómarar,
kennarar og fréttamenn.
Gülen sjálfur býr í Bandaríkjun
um í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan
vill fá hann framseldan til Tyrk
lands, en hefur enn ekki gefið út
formlega framsalsbeiðni.
gudsteinn@frettabladid.is
Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi
Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. Bæði stjórnin og stjórnarandstöðu
flokkarnir stóðu að fjöldafundinum, sem varð sá fjölmennasti í sögu Tyrklands í seinni tíð. Kúrdum var þó ekki boðið að vera með.
Meira en milljón manns mætti á einn fjölmennasta útifund sem haldinn hefur verið í sögu Tyrklands, að minnsta kosti á seinni
tímum, að ósk Erdogans forseta. FréTTablaðið/EPa
Flokkarnir sem sitja
á tyrkneska þinginu
réTTlæTis- og þróunar-
flokkurinn (ak)
Stjórnarflokkur Erdogans forseta,
aðhyllist íhaldssaman íslamisma.
317 þingmenn
lýðveldisflokkurinn
Sósíaldemókratar.
Gamli kemalistaflokkurinn sem
lengi var valdamikill í Tyrklandi.
134 þingmenn
þjóðernishreyfingin
Flokkur tyrkneskra þjóðernissinna.
40 þingmenn
lýðræðisflokkurinn
Flokkur Kúrda.
59 þingmenn
Þú ferð lengra með SagaPro
Mikið vökvatap á sér stað í löngum hlaupum ... SagaPro dró
verulega úr þessum tíðu þvaglátum hjá mér og gerði það að
verkum að ég gat drukkið ákjósanlegt magn af vökva í tengslum
við hlaupin.
Melkorka Árný Kvaran, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls
Saman áfram, SagaPro og ég
Ég er með MS og velvirka blöðru, sem vill halda mér á salerninu
dag og nótt. Nú hef ég séð við henni með því að nota SagaPro
og fækka salernisferðum um meira en helming.
Jóna Guðmundsdóttir
SagaPro er vinsæl vara við tíðum þvaglátum
Nú vakna ég úthvíldur
Áður en ég kynntist SagaPro voru tíð þvaglát vandamál hjá
mér. Þetta háði mér töluvert, bæði á daginn við útiveru og
einnig á nóttunni. SagaPro hefur hjálpað mér mikið og nú vakna
ég úthvíldur.
Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri
NÝJAR
UMBÚÐIR
SagaPro er fyrsta íslenska náttúruvaran sem hefur
farið í gegnum klíníska rannsókn.
Fæst í öllum helstu apótekum, matvöru- og heilsuverslunum. www.sagamedica.is
MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO
Þið ættuð að vera
stolt af ykkur. Hvert
og eitt einasta ykkar barðist
fyrir frelsi og
lýðræði.
Recep Tayyip
Erdogan, forseti
Tyrklands
9 . á g ú s T 2 0 1 6 þ r i ð j u d a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
5
-1
5
6
C
1
A
3
5
-1
4
3
0
1
A
3
5
-1
2
F
4
1
A
3
5
-1
1
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K